Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 80
84
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5—6 álna spíra, eða af svipaðri lengd og var milli vakanna, með
festum undirdrætti í endann, var látin niður um aðra endavökina
og skotið á milli vakanna svo langt sem netið eða netin skyldu ná.
Þar var hún svo tekin upp, leystur undirdrátturinn úr endanum, en
netið var látið ofan í vökina, sem spírunni var skotið frá og fest við
undirdráttinn og þannig dregið milli endavakanna. Gæta þurfti þess,
að gefa netið þannig út, að ekki flóknaði. Undirdrátturinn var siðan
gjörður upp og festur við staur. Þegar vitjað var um, hvort silungur
væri í netinu, var undirdrátturinn festur við enda þess og látinn gefa
eftir, þegar það var dregið aftur til vakarinnar, sem það var dregið
frá upphaflega.
Gæta þurfti þess, þegar vitjað hafði verið um, að ganga þannig
frá endum, að auðgj ört væri að losa þá, og voru þeir venj ulega látnir
frjósa í vakarbarmana.
Á meðan netin voru riðuð úr bómullargarni eða líni og allar um-
búðir heimaunnar, voru þau venjulega tekin upp og þurrkuð einu sinni
til tvisvar í viku. Voru þá tveir netjastaurar látnir frjósa ofan í ísinn
með millibili, sem svaraði til dýptar netsins, og það greitt upp á þá
til þerris. En nú þarf ekki slíks með, síðan nælon- eða girnisnet komu
til sögunnar, því þau eru aldrei breidd til þerris. Þau eru mikið dýpri
og veiðnari.
Fyrirdráttur í auðu vatni fór þannig fram, að í enda togsins var
bundinn steinn og honum kastað á land, þar sem átti að leggja fram
dráttinn, en bátnum síðan róið beina stefnu frá landi, venjulega 60
faðma (landhelgi). Þá var bátnum snúið við og róið þvert fyrir land
og dráttarnetið gefið út. Þegar því var lokið, var bátnum aftur snúið
við og róið til lands og hitt togið gefið út. Dráttarmennirnir hófu svo
dráttinn á sínu toginu hvor. Netið gekk fyrst að heita mátti þvert
fyrir eins og það var lagt. En brátt kom sveigja á það, og dráttar-
mennirnir nálguðust hvor annan með hægð. Kom þá meiri sveigja á
netið, og þegar kjálkarnir, endi netsins, kom í ljós, voru ekki orðnir
nema 3—4 faðmar milli dráttarmannanna, og nálguðust þeir enn.
Þá drógu þeir netið að landi í vatninu, og var beinaþinurinn lítið eitt
á undan. Ein og ein branda kom upp með netinu, en komst hvorki
undir eða yfir. Silungurinn þjappaðist saman í aðtökunni, sem svo
var að síðustu tekin upp með silungnum í, og kom þá veiðin í ljós.
Við veiðiskap í auðu vatni voru ýmist notaðar byttur eða jsrammar,
og þóttu prammarnir hentugri. Þeir höfðu breiðari kjöl, flutu betur
á grynningar, þægilegri í snúningum, t. d. við lagnetjaveiðar. Þegar
átti að leggja net, var þeim raðað á þiljuna þvert yfir aftur við gaflinn,