Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 80

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 80
84 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS 5—6 álna spíra, eða af svipaðri lengd og var milli vakanna, með festum undirdrætti í endann, var látin niður um aðra endavökina og skotið á milli vakanna svo langt sem netið eða netin skyldu ná. Þar var hún svo tekin upp, leystur undirdrátturinn úr endanum, en netið var látið ofan í vökina, sem spírunni var skotið frá og fest við undirdráttinn og þannig dregið milli endavakanna. Gæta þurfti þess, að gefa netið þannig út, að ekki flóknaði. Undirdrátturinn var siðan gjörður upp og festur við staur. Þegar vitjað var um, hvort silungur væri í netinu, var undirdrátturinn festur við enda þess og látinn gefa eftir, þegar það var dregið aftur til vakarinnar, sem það var dregið frá upphaflega. Gæta þurfti þess, þegar vitjað hafði verið um, að ganga þannig frá endum, að auðgj ört væri að losa þá, og voru þeir venj ulega látnir frjósa í vakarbarmana. Á meðan netin voru riðuð úr bómullargarni eða líni og allar um- búðir heimaunnar, voru þau venjulega tekin upp og þurrkuð einu sinni til tvisvar í viku. Voru þá tveir netjastaurar látnir frjósa ofan í ísinn með millibili, sem svaraði til dýptar netsins, og það greitt upp á þá til þerris. En nú þarf ekki slíks með, síðan nælon- eða girnisnet komu til sögunnar, því þau eru aldrei breidd til þerris. Þau eru mikið dýpri og veiðnari. Fyrirdráttur í auðu vatni fór þannig fram, að í enda togsins var bundinn steinn og honum kastað á land, þar sem átti að leggja fram dráttinn, en bátnum síðan róið beina stefnu frá landi, venjulega 60 faðma (landhelgi). Þá var bátnum snúið við og róið þvert fyrir land og dráttarnetið gefið út. Þegar því var lokið, var bátnum aftur snúið við og róið til lands og hitt togið gefið út. Dráttarmennirnir hófu svo dráttinn á sínu toginu hvor. Netið gekk fyrst að heita mátti þvert fyrir eins og það var lagt. En brátt kom sveigja á það, og dráttar- mennirnir nálguðust hvor annan með hægð. Kom þá meiri sveigja á netið, og þegar kjálkarnir, endi netsins, kom í ljós, voru ekki orðnir nema 3—4 faðmar milli dráttarmannanna, og nálguðust þeir enn. Þá drógu þeir netið að landi í vatninu, og var beinaþinurinn lítið eitt á undan. Ein og ein branda kom upp með netinu, en komst hvorki undir eða yfir. Silungurinn þjappaðist saman í aðtökunni, sem svo var að síðustu tekin upp með silungnum í, og kom þá veiðin í ljós. Við veiðiskap í auðu vatni voru ýmist notaðar byttur eða jsrammar, og þóttu prammarnir hentugri. Þeir höfðu breiðari kjöl, flutu betur á grynningar, þægilegri í snúningum, t. d. við lagnetjaveiðar. Þegar átti að leggja net, var þeim raðað á þiljuna þvert yfir aftur við gaflinn,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.