Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 71

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 71
GAMLI BÆRINN Á VlÐIVÖLLUM 75 kenndur við Kasthvamm í Suður-Þingeyjarsýslu en bjó einnig víðar, meðal annars í Brimnesi og Lóni í Viðvíkursveit. Jón lærði málara- list í Kaupmannahöfn og er enn til allmikið af verkum hans, einkum kistlum, sem bera glögg einkenni listar Jóns. Aðaluppistaða skraut- verksins eru undnir krókar eða kræklur, sumir ekki ósvipaðir söng- táknum, í dökkgráum fleti, og er ekki vitað til að neinn annar ís- lenzkur málari hafi haft viðlíkan stíl. Er því trúlegast, að Jón hafi málað stofuna, hvort sem hann hefur átt nokkurn þátt í smíð hennar eða ekki. Vitað er, að Jón skreytti hús, því að hann málaði Hóladóm- kirkju að innan í upphafi og má glöggt sjá stílbrögð hans á milli- gerðinni milli kórs og kirkju7. í „gömlu stofu“ voru oft haldnar veizlur, til dæmis brúðkaups- veizlur, ogþar stóð brúðkaupsveizla foreldra Lilju, Guðrúnar Péturs- dóttur og Sigurðar Sigurðssonar, en þau giftu sig á gamlársdag 1872. Öllum þótti stofan merkilegt hús, og Forngripasafnið hafði falazt eftir henni, en þeir feðgar á Víðivöllum vildu ekki sjá af henni burtu, og varð hún því kyrr, þar til sá tók hana, sem ekki þurfti leyfis áð spyrja. Göngin lágu austur úr bæjardyrum. Þau voru þriggja álna breið og um tólf álna löng til austurs, mjög há og krossreist. Þverbitar voru í þeim í veggjarhæð, og á þeim geymdi Sigurður Sigurðsson borðvið, sem hann átti alltaf til, enda hjálpaði hann oft nágrönnum sínum um spýtur, er á lá, til dæmis í líkkistur. Svo voru göngin há, að gamli Jón á Gilsbakka reið einu sinni drukkinn inn öll göng og rak sig hvergi upp undir. Fyrir aftan „gömlu stofu“ var búr, sem foreldrar Lilju höfðu, en tvíbýli var á Víðivöllum á síðustu áratugum aldarinnar, og bjuggu foreldrar Lilju á móti föðurforeldrum hennar. Innsta stafgólfið í búrinu var afþiljað, og var þar inni búrhilla, rekkur fyrir leirtau og bollaparaskápur. Frammi í búrinu stóðu tunnur með veggjum og strokkur með virkjum við austurvegg. Þetta búr náði lengra til norðurs en „gamla stofa“ og einnig örlítið lengra til suðurs. Göngin þverbeygðu til suðurs við búrhornið, og var annað búr sunnan þeirra, gagnvart hinu fyrra. Þetta var búr föðurforeldra Lilju, Sigurðar Jónatanssonar og Sigurlaugar Gísladóttur, og var gengið í það að austan. Það var 9 álnir á lengd og 6 á breidd. Búrhilla var að sunnanverðu og yfir henni diskarekkur, en að norðanverðu voru tunnur og um miðjan vesturvegg strokkur með virkjum. Búrið náði lengra til norðurs en skálinn, en ekki eins langt suður og hann. Göngin enduðu við dyr „nýju stofu“, sem svo var nefnd, og þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.