Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 77

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 77
GAMLI BÆRINN Á VÍÐIVÖLLUM 81 stórt og mikið hús úr steinsteypu. Baðstofan, sem Sigurður Sigurðs- son reisti, hafði einnig bjargazt við seinni brunann, en aðeins um stundarsakir, því að hún brann að lokum til grunna um jólaleytið 1964. Eru því skemmurnar tvær og rúmbríkurnar hið eina, sem eftir er nú af hinum forna og merka bæ á Víðivöllum, sem hefur vafalaust verið einn mestur og glæsilegastur bær þar í héraði á sínum tíma, enda enn til hans vitnað sem eindæmis af þeim sem sáu eða heyrðu hans getið, meðan hann var enn óskertur. ATHUGASEMDIR 1 Stefán Jónsson fræðimaður á Höskuldsstöðum í Blönduhlíð segir í bréfi dags. 18/8 1966 og hefur eftir Stefáni Eiríkssyni b á Höskuldsstöðum og bróður hans Símoni b. í Litladal, að Þorsteinn Þorleifsson hafi látið byggja þennan bæ á önd- verðum búskaparárum sínum, þ. e. skömmu eftir 1680. Þeir bræður höfðu þetta eftir föður sínum Eiriki b. í Djúpadal, sem hafði það aftur frá sínum föður, sr. Eiríki Bjarnasyni, síðast presti á Staðarbakka, en hann var við kennslu á Viði- völlum hjá Vigfúsi Scheving árin 1786—1788. — Stefán Jónsson hefur einnig leyft mér afnot af óprentaðri ritgerð eftir sig um ábúendur á Víðivöllum, og kann ég honum beztu þakkir fyrir. 2 Ólafur Sigurðsson í Ási segir í greininni: „Svar til síra Þorkels Bjarnasonar" i Tímariti Hins íslenzka bókmenntafjelags, 17. árg., 1896, að Vigfús Scheving hafi byggt bæinn seint á 18. öld, en þarna hefur smíð „nýju stofu", og ef til viil bað- stofunnar einnig, vafalaust ruglað. Er Ólafur ritar grein sína, stendur Víði- vallabær enn óbreyttur, og er sjáanlegt, segir Ólafur, að hann hafi verið „mjög vandlega byggður og ekki af vanefnum" (bls. 160). 3 Þorkell Bjarnason í greininni: „Fyrir 40 árum“, í Tímariti Hins íslenzka bók- menntafjelags, 16. árg., 1895, bls. 207. 4 Eftir munnlegri frásögn Harðar Ágústssonar, sem manna bezt hefur rannsakað húsakynni Islendinga fyrr á öldum. Mun að vænta ýtarlegrar greinargerðar frá hans hendi um þessi efni innan tíðar. 5 Jónatan Líndal á Holtastöðum í bréfi, dags. 29/12 1966. o Jónas J. Rafnar yfirlæknir hefur lýst stofunni i bréfi, dags. 27. okt. 1967. Hún hefur verið allóvenjuleg og vönduð að allri gerð, enda getur Matthías Þórðarson um hana í Árbók fornleifafélagsins 1912, bls. 42, sem eina þeirra bygginga, er varðveita ætti. Sést og í bréfasafni Þjóðminjasafnsins 1915, að hann hefur reynt að koma því til leiðar. — Stofuhurðin og spjald með ártalinu 1777 og stöfum Jóns sýslumanns Jakobssonar er í Minjasafninu á Akureyri. i Kristján Eldjárn: Um Hólakirkju. Leiðsögn um kirkju og kirkjugripi. Reykjavík 1950, bls. 23. 8 Þessi siður að hafa hlóðabálk á miðju eldhúsgólfi virðist hafa tíðkazt nokkuð fyrrum, að minnsta kosti norðanlands. Enn má sjá slikan bálk á Grenjaðarstað, og i Laufási við Eyjafjörð mun fyrirkomulagið á hlóðunum hafa verið slíkt á 19. öld (sjá: Bruno Schweizer: Die letzte grosse Hofanlage in Rasenarchitektur auf Island. Germanien. Monatshefte fiir Germanenkunde zur Erkenntnis deutschen Wesens. Heft 2, Februar 1939, bls. 65.). Eins var slíkur umbúnaður á hlóðunum í Brekku i Svarfaðardal á 19. öld (ÞÞ 1345; 3) og í Broddanesi í Strandasýslu (Strandapósturinn I, Reykjavík 1967, bls. 27). 8 Þetta hefur Hörður Ágústsson bent mér á, og kann ég honum þakkir fyrir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.