Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 49

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 49
BEINAGRINDUR OG BÖKARSPENNSLI 53 og mega þeir vel við una, og heiður sé þeim, en ég hefi það mér til hugarhægðar, að það var þó allténd öskutímatalsaðferðin, sem endan- lega skar úr um þetta deilumál. En hváð þá um þá útreikninga prófessors Steffensens, sem byggðir voru á tölu beinagrinda í Skeljastaðakirkjugarði og benda til þess að byggð hefði aflagzt þar upp úr miðri 11. öld? Ekki kemur það vel heim við þá tímasetningu, sem nú má telja næsta örugga. Voru þessir útreikningar þá út í bláinn? Nei, það voru þeir alls ekki að öðru leyti en því, að forsenda þeirra, tala beinagrindanna, var að öllum líkind- um röng og það einkum af því, sem nú skal frá greint. Sumarið 1935 dvaldist Eiður Kvaran á Islandi, en hann hafði undan- farinn vetur unnið að rannsóknum í mannfræ'ði við háskólann í Greifs- wald í Þýzkalandi. Með honum kom til Islands þetta sumar þýzkur kollega hans, Wolf Helmuth Rottkay. Eiður hafði hug á því að ná sér í íslenzkar beinagrindur fornar til mælinga og sneri sér í því skyni til kunningja síns, Kjartans Péturssonar, þáy. slökkviliðsmanns í Reykjavík, sem ferðazt hafði víða um landið. Benti Kjartan Eiði á, að sér væri kunnugt um, að læknastúdentar hefðu komizt yfir haus- kúpur og önnur bein úr Skeljastaðakirkjugarði í Þjórsárdal, enda myndi þar mikið af beinum að hafa. Dag nokkurn seint í júnímánuði héldu þeir svo upp í Þjórsárdal Eiður Kvaran, Þjóðverjinn Wolf, sem nefndur var Úlfur, og Kjartan Pétursson. Voru þeir í Fordbifreið stórri og komust klakklaust inn að Skeljastöðum. Þar gaf á að líta. Mikið af beinagrindum lá þar svo að segja á yfirborði í gulbrúnum vikri. Sneru þær allar eins, líklega nálægt því frá austri til vesturs. Áberandi var, að hauskúpur voru nokkru færri en beinagrindurnar, en þeir félagar tóku þarna milli 20 og 30 beinagrindur, og þó nær 30, létu þær í strigapoka og settu í bíl sinn aftur í. Allar lágu þessar beinagrindur í vikri og ekkert moldar- lag á þeim. Þær lágu þannig, að hné sneru inn á við. Sólskin var og norðanstrekkingur þennan dag, en þó voru beinagrindurnar þvalar viðkomu. Vikurinn var hreinsaður ofan af öllum beinagrindunum, áð- ur en þær voru settar í pokana. Auðséð var að hreyft hafði verið við sumum þeirra, í þær vantaði bein og svo nokkrar hauskúpur, svo sem fyrr getur. Aðeins á einum stað sást greinilega, að jarðað hafði verið í kistu, og sást móta fyrir hornunum. Ein beinagrindanna skar sig mjög úr sakir stærðar. Kjálkana vantaði og bakhöfuðið var grotnað, svo ogbein kringum augnatóttir, svo að sjálf höfuðskelin var laus, og var hún svo stór, að hún féll áð höfði Kjartans, sem notaði hana sem hjálm, meðan þeir unnu að uppgreftinum. Er Kjartan þó ekki höfuð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.