Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 116

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 116
120 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉRAGSINS Þeir ferðamenn, sem fóru upp Dufgusdal (á kortinu Dökkólfsdal), héldu sem leið lá vestan Straumfjarðarár upp að Baulárvallavatni, þá vestur með vatninu alla leið að Baulárvöllum. Þar hafa þeir vafa- laust tekið sér og hestum sínum hvíld og notið þar þeirrar gestrisni, sem unnt var að veita vegmóðum ferðamönnum. Þaðan var svo haldið eftir götuslóðum norður yfir Vatná, þá norður með austurhlíð Vatna- fells, unz norður fyrir fellið var komið. Þá var tekin sem beinust stefna norður til Hornsins austarlega. Þá var komið á veg þeirra fyrr- nefndu, og var honum haldið til Hraunsfjarðarbæjar. 1 vetrarferðum hefur leiðin vafalaust legið eftir vötnunum á heið- inni, þegar traustur ís lá á þeim. Það stytti leiðina mikið auk þess, sem hún var greiðfærari í góðri færð. En hætt er við að oft sé þung- fært um þau í snjóalögum. Jafnan mun vera ótryggur ís á Vatná, en það þarf ekki að koma að sök, því slétt og greið leið er sunnan árinn- ar milli vatnanna. Þeir menn sem komu sunnan Vatnaheiði í verzlunarferðum til Kumbaravogs, fóru frá Hraunsfirði svonefndan Kirkjustíg yfir Mjó- sundahraun, þá norður Kothraunssanda til Bjarnarhafnar. Á nesi einu norðvestan við höfnina er tangi, sem Kaupstaðartangi heitir. Þar stóð kaupstaðurinn Kumbaravogur. Þar má enn sjá miklar rústir, sem eru leifar hins forna verzlunarstaðar. Fjallið Horn á Vatnaheiði er að ýmsu leyti merkilegt. Það er pýra- mídalagað þursabergsfjall, mjög bratt og gróðurlaust. Heiðarveg- urinn, sem liggur vestur um suðurhlíð þess, er mjög viðsjáll að vetr- arlagi, þar sem aðeins hallandi berg er undir fótinn. Þó hefur mynd- azt grunn gata í bergið, undan fótum manna og hesta. Hjarðarvatn liggur hér fast að rótum fjallsins og er því ófær leið meðfram vatn- inu. Fyrir órofi alda hefur þáð undur skeð, að fjallið hefur sprungið neðan frá rótum og upp úr. Myndaðist þá Gjá, sem ófær var, nema fljúgandi fugli yfir að komast. Var þar því gjörsamlega lokuð leið. Enginn veit, hve djúp gjáin er, aðeins sést niður í kolsvart myrkur. Svo einkennilega vill til, að á þessum vegi í fjallinu er steinbrú yfir gjána, sem í daglegu tali er nefnd Steinbogi. Enginn vottur til stein- bogamyndunar er sýnilegur á þessum stað, eins og víða má sjá, þar sem steinbogar liggja áfram í beina stefnu langan veg. Fyrir leik- mannsaugum verður ekki annað séð en að brúin sé af mannahöndum gerð, á þann einfalda hátt að stór hella sé lögð yfir gjána og nái endar hennar út yfir gjárbakkabrúnir beggja megin. Tildrög að þessari brúargerð gæti máður hugsað sér þannig: Þegar landnámsmaðurinn fór að kanna og yfirlíta hið víðáttumikla og frjósama landnám sitt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.