Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 60

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 60
64 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS unum er: Grænlendinga saga — Guðmundar saga hin elzta — Kon- ungsskuggsjá. Að aldri handritanna, sem varðveita þessar sögur eða heimildir, verður síðar vikið. — Áður en lengra er haldið og reynt að skýra alla þá atburði, sem raktir eru að framan, er vert að athuga ritgerð Japetus Steenstrups: Hvad er Kongespeilets „Havgjerdinger“? II. Eins og vænta má af jafnlærðum vísindamanni og Steenstrup var, kemur hann mjög víða við í ritgerð sinni, þótt höfuðmarkmið hans sé að fjalla um hafgerðingar Konungsskuggsjár. Hann reynir að færa sönnur á, að lýsing hennar á þessu fyrirbrigði sé ekki tilbún- ingur, heldur styðjist hún í raun og veru við atburð, sem hafi átt sér stað. Nefnir hann ýmis dæmi, sem eiga að renna stoðum undir skoðun hans, sum nærtæk í tíma og rúmi, en önnur frá fjarlægum stöðum, þar sem vitað er, að orsakir náttúruhamfara eru með allt öðrum hætti en tíðkast nyrzt í Atlantshafi, t. d. norður í Trölla- botnum. Sá atburður, sem Steenstrup telur verðan mestrar athygli og honum virðist stappa nær rétthermi höfundar Konungsskuggsj ár, eru flóðöldurnar þrjár, sem bar á land í Danmörku 5. júní 1858. Það voru „taarnhoie Bolger", sem æddu langt upp á ströndina og náðu yfir stórt svæði. Sums staðar fylgdu þær nær því hver annarri, en á öðrum stöðum leið nokkur tími á milli þeirra, allt að tíu mínútur. Af þessum atburði eru varðveittar margar samtíma frásagnir, sem ekki er að efa að séu réttar. Sums staðar var sjór dauður, þegar þetta bar við, en annars staðar fylgdi þessum atburði þrumuveður og haf- ólga. Steenstrup lítur svo á, að hræringar á hafsbotni hafi verið or- sök þessa fyrirbrigðis. Steenstrup telur ekki vafa leika á því, að hafgerðingarnar, sem lýst hafi verið í Hafgerðingadrápu og þær, sem Konungsskuggsjá greini frá, sé sami atburðurinn. Og jafnframt segir hann: „Konge- speilets „Havgjerdinger" i Gronlandshavet ere de ved en uhyre stærk Jordrystelse fremkaldte voldsomme Havbolger imod den sydgron- landske Kyst, og dette Havsskjælv fandt Sted 986“.1 Ég treysti mér ekki til þess að hafna að öllu leyti þessari niður- stöðu Steenstrups. Hins vegar virðist au'ðsætt, að á fyrirbrigðið haf- gerðingar verður að líta frá fleiri hliðum en hann gerir og þá jafn- i Aarb. f. n. Oldkyndighed og Historie 1871, bls. 165.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.