Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Blaðsíða 44
48 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Á bls. 312 í þeirri bók birtist mynd, sem á að vera af Jörgen Jíirgen- sen, sögð í eigu Frederiksborgarsafns á Sjálandi. Þegar þetta spurð- ist hingað á Þjóðminjasafnið, þótti það nokkrum tíðindum sæta, því að ekki var safnmönnum kunnugt um aðra mynd af Jörundi en sjálfsmyndina, sem áður getur. Af þessu tilefni leitaði Kristján Eldjárn þjóðminjavörður nánari upplýsinga hjá Povl Eller, safn- verði í Frederiksborg. 1 tveimur bréfum, dags. 13. 9. 1966 og 24. 10. 1967, gerir Eller grein fyrir því litla, sem þar er vitað um þessa mynd. 1 skýrslu safnsins er myndin (nr. A 1825) skráð á þessa leið: „Jörgen Jiirgensen, hirðúrsmiður (1745—1811). Brjóstmynd, hæð 36,5, breidd 29 cm. Keypt af Winkel & Magnussen, sýningarnr. [þ. e. númer í sýningarskrá 1943] 10394. Máluð af C. W. Eckersberg (?).“ Eins og þetta ber með sér, hefur safnið veitt myndinni viðtöku í þeirri trú, að hún væri af Jörgen Júrgensen eldra, föður Jörundar hunda- dagakóngs. Sú hugmynd, að málverkið sé af Jörundi, er seinna til komin. Eller segir, að Carl Roos hafi vakið athygli á því, þegar hann kom í safnið 1952, að ósennilegt væri tímans vegna („pá grund af tidspunkterne“), að myndin væri af Jiirgensen hirðúrsmið, en lík- legra, að hún væri af einhverjum sona hans. Ennfremur hafi Roos virzt klæði mannsins minna á einkennisbúning, og styrkti það hann í þeirri skoðun, að hún væri af skipstjóranum (þ. e. Jörundi), en ekki úrmakaranum, föður hans og alnafna. Nú er ekki alveg ljóst, hvað Roos átti við, þegar hann bar brigður á, að myndin gæti tímans vegna verið af Júrgensen eldra, en ef hann hefur talið víst, að hún væri eftir C. W. Eckersberg, er sú ályktun eðlileg. Myndin er af ungum manni, varla miklu eldri en hálfþrítugum. Júrgensen hirðúrsmiður er hins vegar nærri fjórum áratugum eldri en Eckersberg, sem er fæddur 1783. Hitt ætti að geta staðizt, að Eckersberg hafi málað mynd af Jörundi hundadagakóngi á þeim aldri, t. d. í Khöfn 1806—07. Þó að raunar sé ósannað, að Eckersberg hafi málað myndina, má ekki gleyma því, að þetta er tilgáta manna, sem eru handgengnir verkum hans. Eckersberg var á sinni tíð einn mesti og mikilvirkasti „portrait“-málari Dana, og er alkunn hér á landi mynd hans af Bertel Thorvaldsen. Rökin fyrir því, að málverkið sé af Jörundi, virðast í fljótu bragði heldur veigalítil. En safnverðir í Frederiksborg, sem ættu ekki að vera neinir viðvaningar í að vega og meta slík rök, telja þó líkurnar nógu sterkar til að hafa þetta fyrir satt, þar til annað kann að koma á daginn. Ekki er það einsdæmi, að menn hafi villzt á þeim Júrgensens-feðg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.