Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 86
ÞORSTEINN M. JÓNSSON
ÖNGULSÁ ~ ÚTNYRÐINGSSTAÐIR
í þriðja kapítula Droplaugarsona sögu, þar sem kynntir eru
nokkrir menn, er síðar koma við söguna, stendur meðal annars:
„Hjarrandi hét maður, er bjó að Öngulsá fyrir austan vatn á Völlum
út. Hann átti dóttur Helga Ásbjarnarsonar, er Þórkatla hét.“ Ekki
er öngulsá nefnd oftar í sögunni, þótt Hjarranda sé getið, og hvergi
er hún annars staðar nefnd í fornsögum eða öðrum ritum.
Næst getur Hjarranda í Droplaugarsona sögu, er Helgi Ásbjarn-
arson, sem þá bjó í Mjóanesi, hóf liðsafnað til þess að sitja fyrir Helga
Droplaugarsyni, er hann kæmi fáliðaður úr Norðfjarðarför. Segir
svo frá því, er Helgi Ásbjarnarson fór með lið sitt út Velli: „Nú
fóru þeir heiman sextán saman til Höfða. Helgi bað Hjarranda fara
með sér og Kára bróður hans. Hann segir: „Eg var búinn, þótt fyrr
væri“.“ Kári hefur ekki verið kynntur áður í sögunni. Helgi Ásbjarn-
arson hélt síðan með lið sitt austur í Eyvindarárdal,1 og sat hann
þar fyrir nafna sínum við svonefndan Kálfshól.2 f Kálfshólsbardaga
féll Helgi Droplaugarson. Þar féll og Kári bróðir Hjarranda og „var
á skjöldum borinn heim til Höfða og orpinn haugur eftir hann.“3
í ritgerð séra Sigurðar Gunnarssonar á Hallormsstað um „örnefni
frá Jökulsá í Axarfirði austan að Skeiðará,“ sem kom út í II. bindi
af Safni til sögu ísl„ segir á bls. 461: „Öngulsá heitir nú enginn bær á
Völlum, en verður að vera sami bær og Höfði á Völlum, er stendur í
hlíð sunnan í háum höfða, utan við Höfðaá, sem nú er kölluð, en hefir
ef til vill áður heitið Öngulsá. Seinna segir og sagan, að Hjarrandi,
mágur Helga Ásbjarnarsonar, hafi búið á Höfða.“ Ýmsir fræðimenn
hafa tekið þessa tilgátu séra Sigurðar sem heimild fyrir því, að Öngulsá
hafi verið sami bær og Höfði, þar á meðal Kristian Kálund í Bidrag til
1 Svo er dalurinn nú nefndur, en í sögunni Eyvindardalur.
2 Kálfshváll er hóllinn nefndur í sögunni.
3 Allar tilvitnanir til Droplaugarsona sögu eftir Islenzkum fornritum XI, Rvík 1950.