Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 13
FORN ÚTSKURÐUR FRÁ HÓLUM 1 EYJAFIRÐI
17
mynztursins (Þjms. 7015 d). Tvöföld útlína er lítt notuð í flatskurð-
inum og hrjúfir eða skáskornir fletir alls ekki. Allt eru þetta einkenni
Hringaríkisstíls, og verður naumast um villzt hinn nána skyldleika
þessa útskurðar við t. d. skrautverkið á Árósasteini nr. V og norsku
steinsökkunni frá Reve, svo að tvö dæmi séu nefnd af mörgum. Keim-
urinn er hinn sami, og hið sama kemur í ljós, ef gengið er eftir smá-
atriðum, brugðningar eða fléttur, uppundnir e'ða íbjúgir blaðendar,
óháð frjálst skrautverk á annars auðum fleti. Brugðningarnir minna
þó um leið á yngri Jalangursstíl, og ætti ef til vill að leggja á það
nokkra áherzlu, enda er Hringaríkisstíll honum náskyldur. En efri
hluti skrautverksins á Möðrufellsfjölunum sver sig þó enn greinileg-
ar í ætt til Hringaríkisstíls. Mynztur hans eru að vísu oftast nær ekki
upphleypt, en það kemur þó fyrir, t. d. á Lundúnasteinunum, og þess
ber líka að minnast, að minj ar Hringaríkisstíls í tréskurði eru hvergi
til nema á íslandi, og vantar því fyllilega sambærilegan efnivið. Aug-
ljós vilji til að gera mynztrið upphleypt sést á Strandsteininum norska,
og meistari hans mundi eflaust hafa látið þarna eftir sig upphleypt
skrautverk, ef efniviður hans hefði verið þjálli, t. d. tré.“
Eftir nokkru frekari umræðu um toppmunstur fjalanna, dró ég
síðan saman líkur um aldur þeirra á þessa leið: „Fræðimenn hafa
hingað til oftast kennt Möðrufellsfjalirnar við Jalangursstíl, og má
það að nokkru leyti til sanns vegar færa. En sum stílatriði þeirra
bera glögg einkenni Hringaríkisstíls, eins og nú hefur verið sýnt. Af
því leiðir að þær geta ekki verið frá 10. öld, eins og sagt hefur verið,
heldur eru þær að öllum líkindum frá fyrri hluta 11. aldar eins og
aðrar minjar Hringaríkisstíls. Þó geta þær verið meðal elztu minja
hans eða frá um aldamótin 1000, því að rétt er að þær hafa meiri
svip af Jalangursstíl en sérkennilegustu og kynhreinustu dæmi
Hringaríkisstíls, sem til eru, svo sem Vangsteinninn, Strandsteinn-
inn og Heggens-flaugin". — Síðan fór ég áð lýsa útskurðinum á
Flatatungufj ölunum skagfirzku, sem er í röktum og ómenguðum
Hringaríkisstíl, svo að þar kemst ekkert annað að.
Ekki er ástæða til að bæta verulega við það, sem sagt er hér að
framan um Möðrufellsfjalir. Þó er rétt að gefa jafnframt gaum að
því, sem Ellen Marie Magerþy segir. Hún telur eins og ég, að beinast
liggi við að flokka flatskurðinn á fjölunum undir yngri Jalangursstíl,
en þó séu greinilega í honum atriði, sem jafnframt minni á Hringarík-
isstíl. En hún leggur til muna meiri áherzlu en ég á skyldleika topp-
munstranna við ýmis fyrirbrigði, sem sjá má á sænskum rúnasteinum,
og færir rök fyrir máli sínu með dæmum. En af þessum skyldleika
2