Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 36
40 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS komizt að orði um börn Karls og Snarar (24. v.), þ. e. karlaættir. En um Jarl og Ernu segir „ættir jóku“ (40. v.) og um syni þeirra: „Upp óxu þar / Jarli bornir“ (42. v.) Hér er breytt um orðalag, börn Jarls eru borin honum, en börn Karls og Þræls voru alin þeim. Orðabækur telja í þessu sambandi borinn lýsingarhátt þátíðar af bera í merkingunni ala eða fæða barn, en láta þess jafnframt getið, að bera sé aðallega notað um kýr og kindur. Mér finnst erfitt að koma þessu tvennu saman og því ástæ'ða til að athuga nánar, hvað muni hafa falizt í hugtakinu borinn til forna. Ég veit þess engin dæmi, að bera, þ. e. fæða, sé sagt um mennskar konur, heldur aðeins um yfirnáttúrlegar verur „eina dóttur / ber Álfröðull“ (Vafþrúðnis- mál 47. v.), Loki „hefir börn of borið“ (Lokasenna 23. og 33. v.) Heimdall báru níu jötna meyjar (Hyndluljóð, 35. v.) og „Rindur ber Vála“ (Baldursdraumar 11. v.). Orðmyndin borinn er allajafna notuð svo, að sagt er að barn sé borið föðurnum, „þú ert, Óttar! / borinn Innsteini" (Hyndluljóð, 12. v.), og „Guðrún Gjúka borin“ (Hamðismál, 2. v.), eða þá almennt „í heim borin“ (Helr. Brynh. 4. v.), „varð einn borinn / öllum meiri“ (Hyndluljóð, 43. v.) og „Eg man jötna / ár um borna“ (Völuspá 2. v.). Ennfremur benda samsett or'ð eins og „höldborið“ og „hersborið“ (Hyndluljóð 11. v.) til, að barnið sé borið föðurnum. Mestum heilabrotum hefur þó óborið valdið, og hefur Halldór Halldórsson (Örlög orðanna, Ak. 1958, 93—110) rakið hinar mismunandi skýringartilraunir manna á því hugtaki. Hann kemst að eftirfarandi niðurstöðu: „Mér virðist sennilegast, að viðurnefnið óborni (óborna) merki: „ekki viðurkennd(ur) af föður““ (bls. 109) og bendir á, að sú athöfn a'ð gangast við barni hafi til forna heitið „að bera í ætt“ (bls. 108). Þessu er ég fyllilega sammála að því við- bættu, að borinn maður sé sá, er borinn var föðurnum til nafngiftar og viðtöku í ætt hans. Að efni til kemur þessi heiðni siður hvað ljósast fram í tryggða- og griðamálum, eins og þau eru varðveitt í Staðarhólsbók, en þar segir: „N° bætir fyrir sig og fyrir sinn erfingja, getinn og ógetinn, borinn og óborinn, nefndan og ónefndan“ (Grágás, 1879, 407). í Kon- ungsbók stendur „alinn og óborinn, getinn og ógetinn, nefndan og ónefndan“ (Grágás, 1852, I, 206), eins er þessi formáli í Heiðar- vígasögu (ísl. forn. IV. 313). Það er auðsætt, að röð atvikanna er röng í Konungsbók og Heiðarvígasögu, erfingi er ekki alinn, áður en hann er getinn, og auk þess á ekki saman alinn og óborinn, enda virðast einhverjar vomur hafa verið á ritara Konungsbókar, er hann skráði þetta, því hann hefur fyrst ritað óalinn, en síðan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.