Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 111

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 111
VÆTTATRÚ OG ÖRNEFNI 115 öðrum óþægindum fyrir almenning, sem leitt gæti af búðabygging- um og mannavistum þar í búðum".1 Af Islendinga sögum er Njáls saga ein um að geta Almannagjár, og er í þrjú skipti um að ræða að ráða þar launráðum, og er glöggt a'ð hún hefur þótt vel til þess fallin einmitt af því að þangað hefur verið fáfarið. Auk þess er í Njálu talað um að leita þar vígis. Friðhelgi gjárinnar að fornu ásamt nafninu verður til þess að Matthías hugsar sér að hún hafi einmitt verið friðuð handa almenn- ingi. Hún hefði þá átt að vera skemmtigöngustaður og griðastaður þeirra sem vildu leita hvíldar frá erli þingsins. Varla getur þó talizt líklegt að fornmönnum hefði komið til hugar að stofna til slíks skemmtigarðs eða þjóðgarðs á þingstaðnum. Sú hugmynd tilheyrir miklu seinni tímum. Aftur á móti er trúlegt að fornmenn hafi engu síður en nútímamenn — og jafnvel miklu fremur en þeir flestir — orðið varir hinna dularfullu áhrifa sem gj áin býr yfir. Matthías hefur lýst þeim vel í nefndri bók sinni: „Sums staðar er ríkur gróður, þar sem ljósálfarnir líða um grundirnar og dansa á blómunum; sums staðar, einkum í hliðargjánum, er dimmt og draugalegt, úrsvalt og ömurlegt. . . Hamrabúarnir hlusta eftir öllu, sem sagt er, og hafa það allt eftir. Sums staðar stara steintröllin út í bláinn og eilífðina . . . Víða sjást gægjast upp höfuðin af hamrabúunum, t. a. m. á gjárbakk- anum hærri, skammt upp frá Lögbergi, og þar ber við loftið stein- nökkva með nokkurum bergrisum, álútum undir árum. — Aðgætið auga og hlerandi hugur verða margs vísari í Almannagjá."2 í raun og veru mætti vel láta sér koma til hugar að hinir fornu þingheyjendur hefðu alls ekki viljað eiga náttból í nábýli við hamra- búa, álfa og aðra hynjamenn.3 En gefi Almannagjá á Þingvöllum lítið tilefni til að ætla að hún hafi verið kennd við almenning, þá gjöra nöfnur hennar fjórar það enn síður. Um Almannagjá í Reykjahverfi segir Skúli Þorsteins- son í Árbók fornleifafélagsins 1929, 68. bls.: „ . . . er alldjúp lág, er liggur norðaustur í Helgá . . . Ekki veit eg hvers vegna lágin heitir þetta, nema vegur hafi legi'ð eftir henni til forna, en heldur er það ólíklegt“. — Almannagjá í Grímsey norður er skora ein í fuglabjörg- 1 Fyrr nefnd bók, 138. bls. 2 Bls. 76—77. 3 Orðalag Sturlungu á einum stað: Og þá voru sénir álfar og aðrir kynjamenn ríða saman í flokki í Skagafirði. Prestssaga Guðmundar góða, Sturlunga saga, 1946, I 123.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.