Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 7
7
til nefna septembermánuð. í þau þrjú ár 82—84
(7i,8i—71x84) var meðalhitinn eptir töflunni í septem-
bermánuði í Reykjavík 7,4° Celsius, á Akureyri 6,8°
á Celsius; meðalhitinn í septembermánuði í 3 ár,
mældur klukkan 2 eptir hádegi, var i Reykjavík 8,8
stig á Celsius, en á Akureyri 8,9 stig C., og hæstur
hiti (maximum), mældur fyrir septembermánuð í 3 ár
(7,181—7u84). var að meðaltali í Reykjavík 12,3 stig
á Celsius, þar sem hann á Akureyri var 16,1° C.
Til þess að geta metið hitann rjett á tveimur ó-
líkum stöðum, og einkum metið rjett þýðingu hans
fyrir jurtalifið á þessum stöðum, yrðu merin eigi að
eins að taka til greina þann hita, er mældur væri í for-
sælunni, eins og almennt er gjört, heldur einnig þann
er mældur væri móti sól; slíkar athuganir eru eigi til
um Reykjavík og Akureyri, það jeg veit til. En eptir
því, sem mjer er kunnugt um hitann á þessum tveim-
ur stöðum, er mjer nær að halda, að sólarhitinn sje
meiri á Akur^eyri en í Reykjavík, og ef þessu er
þannig varið, væri það vel hugsanlegt, að jurtahvolfin
gætu orðið betur búin undir það að þola veturinn á
Akureyri, er þau nytu þar jafnvel skemmri en hærri
hita, en í Reykjavík, þar sem þau nytu jafnari hita
en minni.