Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 184
184
on og kalki en korntegundirnar. Einnig gefa menn
sumstaðar næpur og rófur; en allar þessar mattegund-
ir eru ríkar af kali, en hafa lítið sem ekkert af natr-
on og klóri. En með fóðri, sem hefir mikið af kali-
söltum, er nauðsynlegt að gefa matarsalt eða eínhver
natron-sambönd. Vér viljum t. d. hafa salt með nýrri
kjötsúpu; en það er fyrir það að hún hefir svo mikið
af kalísamböndum; væru þau minni, þyrftum vér
ekki fremur salt með nýrri kjötsúpu, en hverjum
öðrum mat. Lfka má geta þess, að hey frá síðari
slætti (há) hefir mjög lítið af salti og kryddi, og þarf
því fremur að salta það en annað hey.
förfin fyrir salt er ekki jöfn hjá húsdýrum vor-
um. Hestar þurfa minna salt en nautgripir, en sauðfé
að tiltölu meira; þetta er og skiljanlegt, því að einu
kvinti meira er af natron í ioo pd. af lifandi þunga
sauðkinda, en í jöfnum lifandi þunga nautgripa.
Englendingar hafa gefið búpeningi mjög mikið
salt; en nú eru þeir sjállir farnir að viðurkenna, að það
sé eða hafi verið of mikið. í Sviss hefir það verið dálitið
minna. Á |>ýzkalandi hefir það verið minnst. Telja
jpjóðverjar hæfilegt handa stórum nautgrip i—2 lóð á
dag og handa sauðkind x/4 lóðs á dag. Dr. E. Wolff
álítur það víst, að ætið sé heppilegt að gefa mjólkur-
kúnni 1—2 lóð af salti á dag. Eptir þvi þyrfti í kýr-
fóðrið minnst hér um bil 7,7 pd., en mest 15,4 pd.,
og verður því meðaltalið 11,55 pd. eða liðlega 2 x/3
potts. þ>ar sem tún liggja rétt við sjó, virðist líklegt,
að 7—8 pd. séu nægileg í kýrfóðrið, einkum sé heyið
gott. í>egar lengra dregur frá, mætti smá-auka það,
en upp í landi, þar sem sjávargufur ná ekki til, mætti
gefa 15—16 pd. og jafnvel meira, ef kýrin mjólkar
vel, eða ef fóðrið er skemmt eða trénað. Eg vil
þó ekki ráða neinum til að gefa kúnni meira en 20
pd. (liðugan hálfan fimmta pott) af salti um veturinn.