Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 155
155
það, sem þeir misstu á sínum fyrstu árum; og þetta
tek eg fram, til þess að vér allir upphvetjumst til að
varðveita börn vor fyrir þessum missi, til þess að vér
undirbúum þau, eins og hver er til fær, til gagnlegrar
notkunar þeirra meðala, sem þroskaaldurinn má veita.
Jafnframt þessum bendingum bið eg yður að líta þakk-
næmilega á hinar nýustu tilraunir löggjafarvaldsins og
einstakra borgara til að efla alþýðuskólana, þessa
megin-von lands vors og lýða. Löggjafarvaldið er ný-
búið að stofna stjórnardeild fyrir uppeldismál og setja
ráðherra yfir, sem á að helga allan tíma sinn eflingu
alþýðuskóla. Er það ætlan mín, að ekki megi þann
mann finna í ríkinu, er hæfari sé i þetta ábyrgðar-
mikla embætti en sá maður, sem nú gegnir því1. Og
fylgi sigur starfi hans, mun hann ávinna sér þann rétt
til þakklætis hjá alþýðu i þessu ríki, að enginn annar
núlifandi borgara á hærri. Eg skal einnig minna yður
á annan örlætismann2, sem með sinni veglyndu
stórgjöf hefur komið löggjafarvaldinu til að ráðast f að
stofna einn eða fleiri skóla, sem nefnast kennaraskólar
(Normal Schools), og hafa það augnamið að undirbúa
og menta duglega kennara handa æskulýðnum, en
undir því er komin efling uppeldismenntunar vorrar
fremur en undir nokkru öðru. Framkvæmdarsamir
vinir uppeidisins eru sannir velgjörðamenn fósturjarð-
ar sinnar, og þeir verðskulda, að nöfn þeirra gangi
mann frá manni til ókominna kynslóða, því úr þeirra
æðstu þörfum bæta þeir með sinni veglyndu fyrir-
hyggju-
Til er annar vegur til þess að efla með uppeldið
i ríki voru, sem eg bið yður að athuga sérstaklega.
1) það var Sorace Mann.
2) Edmund Dwight.