Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 135
135
sína að telja til ofneyzlu áfengra drykkja; ef ómaga
og letingjahús, fanga- og betrunarhús hafa fengið
flesta íbúa sína meðal þeirra, sem lært hafa fyrstu
hvatir glæpanna á drykkjuskálum og í staupasölubúð-
um; ef morð og þjófnaður, þessi hin voðalegustu til-
ræði gegn lífi manna og eignarrétti, eru lang-venju-
legast afleiðing og afdrif ofdrykkjunnar, er stjórnin
þá ekki skuldbundin að hemja með lögum sölu þess
efnis, sem æsir upp svo voveiflegan ójafnað í félagi
manna? Á stjórnin aldrei að breyta eins og foreldrið?
Á hún aldrei að fyrirkoma orsökum og tækifærum til
að gjöra illt? Á hún ekki nema eitt einasta vopn til
að aptra glæpum með, sem sé opinbera, smánarfulla
hegningu, sem er óyndisúrræði, að eins lítið skárra en
glæpirnir? Er stjórnin lögræningi, fer hún fram yfir
sinn verkahring, þó hún leggi höpt á þá vöru, sem
ekki er neinum til neins hugsanlegs góðs og engan
hagnað hefir í för með sér hvorki fyrir sál né lfkama,
en gjörir borgarann ófæran til að uppfylla skyldu sína
við föðurlandið, og framar öllu æsir menn upp til að
drýgja flesta þá glæpi, sem er hverrar stjórnar æzta og
helgasta embættisskylda að vernda félagið fyrir?
J>ví næst kem eg að öðru miklu sjálfsmenntunarefni,
en það er samneyti við ágætismenn. Eg hefi fastlega
fram tekið, að starfsemi sjálfra vorværi lífið og sálin í
framförum vorum; en vér vorum ekki ætlaðir til að
lifa eða eflast einir sér. Félagslíf er oss jafnnauðsyn-
legt sem lopt og fæði. Barn sem dæmt væri til að
vera alveg einmana og uppvaxa svo, að það sæi hvorki
né heyrði til nokkurrar mannlegrar veru, mundi ekki
sýna gáfur á móts við marga málleysingja, og maður,
sem aldrei hefur mök við sér mentaðri menn, heldur
að öllum líkindum áfram að hringsóla á einu og sama
daufa hugsunar og starfsviði til æfinnar enda.
þ>að eru einkum bækurnar, sem koma oss í sam