Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 162
162
énda skyldi hann virða sjálfan sig að meira fyrir þau
harðindi, sem hann hefur á sig lagt til að efla sínar
andans gáfur.
En menn munu spyrja: Hvernig geta verkmanna
stéttirnar fengið tómstundir til sjálfsmenntunar ? Eg
svara, eins og eg hefi áður á vikið, að einbeittur vilji
finnur eða fær sér tíma. Hann hendir aukastundirnar
og breytir frítímanna brotum í gull og gróða. Maður,
sem gegnir köllun sinni með fjöri og fylgi og fer for-
sjálega með verkalaun sín, hann getur æfinlega ráðið
yfir nokkrum tíma á degihverjum; og það er undrun-
arvert, hvað stuttur tími getur orðið frjósamur til
framfara, þegar með áhuga er til hans gripið og hans
dyggilega neytt; menn hafa einatt tekið eptir því, að
þeir, sem hafa mest tímaráð, græða minnst á tíma.
Ein einasta stund á dag, helguð rækilegri iðkun ein-
hvers merkilegs efnis, gefur ótrúlega mikla þekkingu.
Framfarir gáfaðra unglinga í mörgum sveitaskólum vor-
um, þar sem ekki er kennt nema þrjá mánuði af ár-
inu, og í sunnudagaskólunum, þar sem ekki er kennt
nema eina stund eða tvær í viku hverri, þær sýna bezt
hve miklu má koma áleiðis með smáum meðölum.
]?að er mælt um tilfinningar manna, að þær stundum
þröngvi árum saman í augnablik, og mannvitið hefur
eitthvað af hinu sama afli. Heilar bækur hafa ekki
að eins verið lesnar heldur og skráðar á fljúgandi
ferð. Eg hefi þekkt mann með styrkum sálargáfum,
sem lítilla hagsmuna hafði notið af tilsögn í æsku sinni
og varla gat veitt sér andlega næðisstund sakir um-
fangsmikilla kaupsýslu-viðskipta; en hann samdi bók
fulla af nýjum hugsunum á gufubátum og á hestbaki,
meðan hann var að heimsækja fjarlæga skiptavini.
Árstíðaskipti veita mörgum manni af verkmannastétt-
inni tækifæri til andlegra framfara. Veturinn veitir
mörgum húsföður tómstundir og vetrarkvöldin mörg-