Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 143
143
vinaskjól og verndarhæli og arin-stöð ástar og skyldu
fyrir foreldra og börn, húsbændur og hjú, heila öld
eða lengur eptir það, að eg er að dupti orðinn“; og
ætti ekki veglyndisrík ánægja að kvikna upp með
þeirri hugsun? Með því þannig að flétta manngæzk-
una saman við hversdagsleg störf, aukum vér henni afl,
svo að hún kemst upp í vana í sálunni.
í öðru lagi: Verkin má svo vinna, að þau verði
að mikilli framfarahvöt huga vorum. Veri starf manns-
ins hvað sem það vera vill; regla hans ætti að verasú, að
leysa allar skyldur sínar svo vel af hendi sem unnt er
vanda sig eins og hann getur bezt, og taka sér þann-
ig sí og æ fram í sinni iðn. Með öðrum orðum: full-
komnun á að vera hans mið. Og þetta legg eg ríkt á
ekki að eins sakir nytsemi iðnarinnar fyrir mann-
félagið né sakir þeirrar gleði, sem maður nýtur af vel
gjörðu verki. f>etta er mikilvægt sjálfsmenntunarmeð-
al. Á þennan hátt festir hugsjón fullkomnunarinnar
rætur í huganum, og breiðir sig langt út fyrir manns-
ins handiðn. Hans stefna tekur að miða á fullkomnun
í hverju, sem hann gjörir. Hann tekur æ fljótara að
hneykslast, í hvert sinn sem hann sér eitthvað illa
unnið eða hirðulauslega af hendi leyst. Hans verkn-
aðar skoðun hækkar og skýrist og hvað eina verður
rækilegar unnið sakir gjörhygli hans í sinni og ann-
ara köllun.
]?að er eitt atriði, sem fylgir hverri lifsins stöðu,
sem mætti og ætti að hagnýta til sjálfsmenntunar.
Ollum lifskjörum, sem nöfnum nefnast, fylgja erfiðleik-
ar, hættur og mannraunir. Vér reynum til að umflýja
þetta, vér þráum rósama æfi, greiðfæra lífsleið, góða
vini, óbrigðula hamingju. En forsjónin úthlutar oss
stormum og stríði, ofsóknum og þjáningum; og hin
mikla spurning, hvort vér eigum að lifa alveg tilgangs-
laust eða ekki, hvort vér eigum að þroskast að hug-