Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 30
30
upp eru komnar, eru grysjaðar, ef þær standa of
þjett. Stundum hafa menn gróðursett hinar ungu jurt-
ir, sem menn hafa tekið upp við grysjunina, aptur á
þeim stöðum, þar er fræið hefur komið lakar upp.
f»essar gróðursettu jurtir heppnast vanalega miður en
þær er sáð var til, með því að þær fá eigi tíma til þess
að ná upp aptur þeirri bið á vexti þeirra, sem eðlilega
leiðir af gróðursetningunni, sökum þess, að sumarið er
svo stutt. f>egar jurt þessi misheppnast hjer á landi,
stafar það einkum af hinu stutta sumri; en þar eð teg-
undir hennar þurfa eigi allar jafnlangan tíma nje sama
hita til þess að vaxa, geta menn stuðlað mjög mikið
að því, að uppskeran verði góð, með þvi að útvega
sjer fræ þeirra tegunda, sem vaxa skjótast. Með því
að reyna fræ hjer um bil tíu ólikra tegur.da, hef jeg
komizt að raun um, að hið svo nefnda jprándheims-
kálrabí (Schiibeler prófessor hefur sent mjer fræið) sje
svo hentugt fyrir ísland, að engin önnur tegund kemst
í samjöfnuð við það. Aptur á móti gefur t. d. danskt
og þýzkt fræ eigi nærri því eins góða afurð hjer á
landi, jafnvel þó það sje í sjálfu sjer gott, frjókröptugt
fræ. En þ>rándheims-kálrabí misheppnast jafnvel rneira
og minna hjer á landi, þegar sumarið er slæmt. Til
þess því að tryggja sjer góðan árangur af kálrabí-
ræktuninni, jafnvel þó sumarið sje slæmt, verða menn
að reyna til þess að lengja meira vaxtartíma hinna
ungu jurta. þ>að ráð er til þess, að gróðursetja ungar
öflugar jurtir á sama tíma, sem vant er að sá til þeirra
endrarnær. Með þessari ræktunaraðferð ætla jeg að
kálrabí-uppskeran á voru landi sje tryggð, jafnvel þótt
illa láti i ári, og það er þýðingarmikið, til þess að
vekja áhugann á garðyrkjunni hjer á landi og halda
honum við, að þessi jurt, sem hjer er tíðast ræktuð
og í mörgum görðum opt og einatt ræktuð eingöngu,
gefi góða afurð. Vorið 1885 gjörði jeg þær tilraunir,