Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 126
126
Eg hefi nú sýnt fáeinar greinir sjálfsmenntunar-
innar eða þeirra framfara, sem hver einasti maður ætti
að einsetja sér að ná. Hefi eg ávallt byggt á þeirri
meginsetningu, að maðurinn beri í brjósti sér það
vaxtarafl, sem verðskuldar og líka mun launa afar-
mikla og óþreytandi erfiðismuni. Eg skoða ekkimann-
inn eins og vél, sem eitthvert afl utan frá knýr til
starfa, til að gjöra sömu hreyfingar upp aptur og apt-
ur, til að vinna ákveðið hlutverk og detta að því búnu
í sundur, er dauðinn kemur, heldur eins og veru
gædda frjálsum andlegum öflum; enda met eg lítils
hverja menntun, sem ekki miðar til að vekja þessi öfl
og veita þeim sífelldan vöxt og viðgang. En mér
dylst ekki, að þessi skoðun er alls ekki algeng. Álit
margra hefur verið, að öll alþýða þyrfti ekki aðra
uppfræðingu en þá, sem nauðsynleg er handa hverri
atvinnugrein fyrir sig. Og þótt þessi villa fari hverf-
andi, fer fjarri því, að hún sé horfin enn. En grund-
völlurinn undir mannsins menntun liggur í eðli hans
sjálfs, ekki í atvinnuvegi hans. Gáfur hans eiga að eflast
sakir síns innra ágætis, ekki sökum sinnar ytri stefnu.
Hann á að fá uppfræzlu, af því að hann er maður, en
ekki af því að hann á að gjöra skó, nálar eða títuprjóna.
Handverkið er auðsjáanlega ekki hið mikla takmark
hans tilveru, því að sál hans kemst ekki fyrir í því,
afl hugsunar hans lætur ekki staðar numið við það.
Hann hefur hæfilegleika, sem það notar ekki, og djúp-
ar þarfir, sem það fullnægir ekki. Skáldskaparverk,
guðfræðisrit og heimspekileg fræðikerfi, sem vakið
hafa töluverða eptirtekt í heiminum, hafa. verið samin
við smíðaborðið eða við akurstörfin. Hversu opt er
það, að hendurnar eru í óða önn að sínu verki, en
hugurinn flýgur heiminn á enda í leiðslu og dagdraum-
um. Hversu optlega sameinar hjarta guðrækinnar konu
hina stærstu hugsun, hugsunina um guð, bústangsum-