Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 74
74
talsvert fram á þessa öld. Árið 1648 ljet jporlákur biskup
gjöra nokkuð við stofuna. í veggjunum öllum voru
timburstokkar miklir „upp á norskan móð“. þessari stofu
er lýst nákvæmlega við úttekt 1685: „Hún er með
tveimur grenibitum og þriðja járnbita gömlum — því
Björn biskup hafði látið taka hina tvo járnbitana og
setja grenibitana í þeirra stað — sperrum, skammbit-
um átta með súð og bjálka, veggjum umhverfis á all-
ar síður eptir norskri byggingu; langbekkir og krók-
bekkir að sunnan fóðraðir, 4 rúm og fyrir biskups-
sæng tvennar skarir fóðraðar og fyrir miðsænginni við
gaflinn tvísett skör, ein við þá þriðju, þar með bekkj-
arfjöl, bakdyr og framdyr með hurð á járnum, skrá
og hespa fyrir framdyrum, og með 2 glergluggum11.
í úttekt 1628, þegar Hólar voru teknir út af
dánarbúi Guðbrandar biskups, var þetta afhent í timb-
urstofunni: „Tvær munlaugar, ein sæng alfær með
hægindi, áklæði fornu og rekkjuvoðum, item herða-
sæng ein, biskupssæng f lokrekkju með strigaveri,
tveimur hægindum, annað með veri af vaðmáli, annað
með bláröndóttu ljerepti, rekkjuvoðum og krosssaums-
áklæði, item sængurtjald með fornu sparlaki kring-
um biskupsængina, smásveinssæng með hægindi, tveim-
ur rekkjuvoðum og fornu brekáni, tinskyrdiskar 5,
felliborð“.
Biskupsbaðstofan (tölul. 3) er 1685 talin 4 staf-
gólf og kölluð þar „biskupsbaðstofan gamla“. f>etta
hefur því óefað verið sama baðstofan og sú, er Auð-
unn rauði — en hann er sagt, að fyrstur hafi látið
gjöra ofnbaðstofu hjer álandii3i5 — ljet byggja og
flytja við til sunnan af Seleyri; hefur hún staðið mjög
lengi, þó ekki eins og timburstofan. Biskupsbaðstofu
þessarar er getið í öllum úttektum, sem gjörðar voru
á 18. öldinni, en þó nokkuð breyttrar; 1685 er henni
lýst þannig: „Biskupsbaðstofan með 4 stafgólfum og