Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 166
166
semi sannkristinna manna, muni eflast og aukast með
hærri allsherjarmentun. Eg skal enn bæta við einu; eptir
því sem mentanin eykst meðal alþýðu, eykst og unaður
hinnar ódýrustu og algengustu skemtunar, samræðunnar.
Hún verður þó á endanum aðal-skemmtunin í lífinu,
sem hressir oss heima í húsi voru, upplifgar vinnu
vora, hýrgar hjartað og endurnærir oss eins og lífs-
loptið eða sólarinnar skæra ljós svo hljóðlega og stöð-
ugt, að oss detta varla hennar áhrif í hug. Menn af
öllum stéttum fara of opt á mis við þessa ánægju-
uppsprettu sökum skorts á þekkingu, andlegu fjöri og
háleitum tilfinningum; verður þá með sanni sagt, að
vér höfum ánægjuna af verkmanninum með því að
hvetja hann til þeirra framfara, sem færa honum í
fang hina daglegu og sífeldu blessun samræðunnar?
|>annig hefi eg þá athugað hinar venjulegu mót-
bárur, sem upp koma, þegar alþýðumenntuninni er
framfylgt svo sem takmarki félagsins. í mínum
augum verðskulda mótbárur þessar litla eptirtekt.
Sú kenning er of hryllileg til að þurfa hraknings við,
að allur meginfjöldi mannlegra sálna, eins gæddar og
þær eru andlegum og ódauðlegum gáfum, séu
settar á jörðina einungis til þess að þrælka fyrir
dýrslegum þörfum og til að ala óhóf og ofmetn-
að hinna fáu. þ>að er óttalegt, það nálgast guðleysi,
að ímynda sér, að guð hafi sett ósigrandi slagbranda
fyrir vöxt og viðgang hinnar frjálsu og ótakmörkuðu
sálar. Að vísu eru til tálmanir á andans framfaravegi.
En hér í landi liggja aðaltálmanirnar ekki í kjörum
vorum, heldur í sjálfum oss — ekki í ytri erfiðleikum,
heldur í vorum heimslegu og holdlegu tilhneigingum,
og sönnun þess er það, að um sanna sjálfsmenntun er
stórkaupmanninum ekki fremur hugað en hand-
iðnamanninum, ekki fremur hinum auðugri stéttum
en hinum snauðari; þar er engin úrvalsþjóðbraut fyrir