Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 141
141
sambönd náttúrlegra efna, leysir upp hina eldri blönd-
un, sem áður hélt pörtunum saman, og býr til aðra
nýja. |>essi sannleikur hjálpar oss einkum til að
skyggnast inn í leyndardóma mannlegs lífs. Um leið og
hann opinberar oss vora ákvörðun, kemur hann oss betur
og betur í skilning um hina dásamlegu, óendanlegu
lífsheild, sem vér erum partar af. Maður í hversdags-
legri lífsstöðu, sem trúir, að fullkomnun mannsins, vöxt-
ur og viðgangur mannlegs anda, sé það mikla takmark,
sem guð vill láta oss ná, hann skilur betur leyndar-
dóma lifsins, sér betur samhljóðanir eða tilsvaranleika
í heiminum fyrir utan sig og heiminum i sjálfum
sér, er spakari túlkur forsjónarinnar, og les hærri
lærdóma um skyldu í viðburðunum, sem bera fyrir
hann, en hinn djúpsæasti heimspekingur, sem vantar
þennan mikla megin-sannleika. f>annig*eru opinber-
anir þær og vitranir, sem hið innra kvikna, ekki
bundnar við fáeina útvalda, heldur vitja allra þeirra,
sem helga sig sannri sjálfsmenntun.
Enn má finna eitt sjálfsmenntunar meðal í sjálfs
manns stöðu eða atvinnu, hver sem hún svo er. Hefði
eg tima til, gæti eg yfirfarið hverja 'stétt og stöðu í
lífi manna frá æztu til lægstu og sýnt, hversu hver
fyrir sig býður sí og æ framförum manns fulltingi.
En eg ætla að nota eitt einasta dæmi, og það er at-
vinna þess manns, sem lifir af Hkamlegri vinnu. Hún
getur orðið meðal til sjálfsmenntunar. í allskonar
vinnu vixlar maðurinn kröptum sinum fyrir jafnvirði
þeirra i launum, peningum eða peningavirði. f>að er
með öðrum orðum, að vinnan er grundvölluð á samn-
ingum, kaupum og sölum, sem leggja báðum hlutað-
eigendum, bæði þeim sem selur vinnu og þeim sem
kaupir, skuldbindingar á herðar. Sá sem nú vinnur
— hvaða vinnu sem það svo er — þannig að hann
leitar við sí og æ að fullnægja að öllu leyti skuldbind-