Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 111
111
barns elsku og áhuga á fullkomnum góðleik, vekja f
því viljakrapt til að hrinda frá sér freistingum og
senda það út í heiminn svo úr garði gjört, að það
kann að snúa stríði lífsins f ávinning, þeir foreldrar
valda meiri áhrifum en sá Napóleon, sem leggur und-
ir sig lönd og ríki. Og verk þeirra er ei að eins
stærra að eðli sínu, heldur má það og verða víðtæk-
ara. Hver veit nema það barnið, sem þau fylla háum
og helgum kenningum, verki eins á aðra og árangur-
inn verði sá mann frá manni, að það, sem þau niður-
sáðu í kyrþey, kveyki framfarir og siðabætur hjá heilli
þjóð, já út um viða veröld? Af þessum athugasemd-
um megið þér sjá, hversu mér finnst mikið koma til
hinnar lágu stétta, til almúgans. 011 stétta-aðgreining
hverfur fyrir birtu þessara sanninda. Eg er alþýðu-
vinur sjálfur, ekki af því að alþýðumenn eiga kosning-
arrétt og pólitiskt vald, heldur af þvf að þeir eru
menn og eiga f fari sínu dýrustu kjörgripi mann-
eðlisins.
í þessu landi á þorri manna meira af meðulum
til sjálfsmenntunar-framfara en f nokkru öðru landi.
Að koma alþýðunni til að nota þessi meðul, það er
að veita henni þá mestu velgjörð, sem hún getur þeg-
ið. Eg hefi þvf valið mér sem ræðuefni sjálfsmenntun,
eða þá rækt, er hver maður er skyldur að leggja við
sjálfan sig, til þess að glæða og fullkomna eðli sitt.
Eg álít þetta efni eiga einkar vel við eins og inn-
gangsmál fleiri fyrirlestra, því það er álit fiestra manna,
að þessi og þvílík fræðslumeðul geti af sjálfum sér leitt
heyrandann áleiðis til meiri menntunar. Fyrirlestrar
hafa sína nytsemd. f»eir vekja menn, sem ella
svæfu alla sína lífdaga. En gleymum þó ekki, að lftið
má á þeim græða, þótt menn að eins komi hingað og
hlusti á þá eina stund í viku. Ef oss verður ekki
komið til að verka á oss sjálfa, að taka oss sjálfir fram,