Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 101
101
búnaður til lestanna er fyrir eitt árið talið 167 rdl., og
er þó ekki þar með reiknað kaup og nesti fjögra
vinnumanna, sem gjörðu ekkert annað allt sumarið en
að vera í lestaferðum fram í október; voru^vissir menn til
þess ætlaðir, og þótti yfirlestamaðurinn fremri öðrum
vinnumönnum staðarins; það sem norður í Fljótum
íjekkst var flutt á skipi heim í Kólkuós, svo og að
sjálfsögðu allt, sem aflaðist í Drangey, en þar hafði
staðurinn opt mikinn útveg.
þ>að er kunnugt, að Jón Ogmundsson, fyrsti bisk-
upinn á Hólum, hafði þar einhvers konar skólahald, og
slíkt hið sama gjörðu sumir hinna biskupanna, sem
voru þar fyrir siðabótina, svo sem Jörundur biskup,
sem hjelt þar kennsluskóla og tók marga til læringar.
Eigi er samt talið, að reglulegur skóli kæmist þar á
stofn fyr en eptir siðabótina og dauða Jóns Arasonar,
eða með öðrum orðum með Olafi Hjaltasyni. Páll Hvid-
feld, erindsreki Danakonungs, gaf 1552 út reglugjörð
fyrir skólastofnun og skólahaldi ábiskupssetrunum. Bisk-
upunum er þar gjört að skyldu, að stofna sinn skólann
á hvoru biskupssetrinu og ráða þangað skólameistara,
og skyldi skólameistarinn síðan kjósa sjer undirkenn-
ara eða heyrara, sem kallað var. Biskupi var gjört
að skyldu, að veita allt að 24 lærisveinum inntöku á
skólann og leggja þeim allt fæði til, svo og vaðmál til
fatnaðar, nokkur rúmföt, bækur og pappír, og yfir
höfuð allar helztu nauðsynjar þeirra. f>etta hefur eigi
verið alllítill kostnaðarauki fyrir biskupana, þótt reynd-
ar öll útlit sjeu fyrir, að skólapiltar hafi sjaldnast eða
aldrei verið svona margir á Hólum. J>að er líka svo
ákveðið í þessari reglugjörð, að skólann skuli halda allt
árið um kring, og bannað að hafa skólapilta til nokk-
urrar vinnu, ferðalags eða. snúninga; en ekki hefur
þessu ætíð verið hlýtt, því stundum unnu skólapiltar í
kaupavinnu á Hólum um sumartímann.