Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 176
176
Enn íremur er salt í sogæðavökvunum (lympha),
munnvatni, þarmavökva og gallvökva. í munnvatni
er og natron í sambandi við eggjahvítuefni (phyalin),
og í gallvökva í ýmsum samböndum. í ull og hárum
er einnig lítið eitt af klóri o. s. frv.
Nú höfum vér séð, hvaða efni eru einkum í lík-
amanum; og þessi efni, eða þau efni, sem geta komið
í staðinn fyrir þau, verðum vér að veita skepnunum.
Einnig verðum vér að bæta upp þann missi, sem verð-
ur við það, að efnin ganga stöðugt frá líkamanum. Hold-
gjafaefnin fara með þvaginu og holdgjafalausu efnin (feiti
og sykur) brenna stöðugt í líkamanum í kolasýru og
vatn, og fara með útöndun og útgufun; þetta getur
einnig átt sér stað um holdgjafaefnin, ef holdgjafalausu
efnin eru of lítil. f>essi efni verður því daglega að
veita skepnunum i vissum mæli, þó að þær eigi að eins
að haldast við. En minnst af þessum holdgjafalausu
efnum, sem vér veitum skepnunum, er feiti, heldur
trefjaefni (Cellulosa og Lignin), sem hefir líka sam-
setningu og mjölefni, og breytist fyrir áhrifum melt-
ingarvökvanna í þrúgusykur. En eigi skepnan eitt-
hvað að framleiða, svo sem vöxt, fitu, mjóik, vinnu o.
s. frv., þá verður að auka allt fóðrið í vissum hlutföll-
um við það, sem skepnan á að framleiða. í mjólk eru
t. d. öll þau efni, sem líkamanum eru nauðsynleg.
Efnin, sem eru í mjólkinni takast frá líkamanum, og
því verður stöðugt að veita honum þau aptur með fóðr-
inu. Organisku efnin geta samt lítið eitt gengið hvert
í staðinn fyrir annað, en bezt er þó, að hlutföllin milli
þeirra séu sem réttust. En þau geta ekki gengið í
staðinn fyrr steinefnin; og steinefnin geta heldur ekki
bætt hvort annað upp. f>að er því sannað, að hafi
þau vantað algjörlega í fóðrið, þá hafa skepnurnar
drepizt fyrir, en þær, sem voru í fullkominni sveltu.
Um varptímann sækjast hænsni t. d. eptir að eta