Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 13
13
er matjurtirnar og skrautjurtirnar snertir, og án alls
efa mun miklu meiru mega koma til leiðar, ef rækt-
uninni er haldið áfram. Meiri þorra trjánna hef jeg
kostað sjálfur, en mikilsverðan skerf bæði af trjám og
af öðrum jurtum hef jeg fengið frá herra Tyge Rothe,
garðyrkjumanni við hina konunglegu gróðrarstofnun
við Rósenborgarhöll, og frá herra Carl Hansen, kenn-
ara í grasfræði við landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn. Frá æskuvini mínum, herra N. Möllgaard,
garðjurtasala í Kaupmannahöfn, hef jeg einníg fengið
margar mjög mikilsverðar jurtasendingar, og auk þess
hefur hann verið óþreytandi erindsreki minn í Dan-
mörku. Einnig má jeg eigi gleyma að þakka hinu
sameinaða gufuskipaQelagi f Kaupmannahöfn, sem hef-
ur annazt flutning á öllum jurtum og öllu fræi frá
Danmörku og Noregi borgunarlaust til mín síðan sum-
arið 1884.
Tilraununum, er jeg fer nú að tala nákvæmar
um, hef jeg skipt í 4 flokka, þannig, að fyrst verður
talað um tilraunirnar við trje og runna, því næst við
matjurtir, þá við blómjurtir og loks við lítinn flokk
jurta, sem erfitt hefur veitt að koma fyrir í hina
flokkana, og jeg því hef kallað „tilraunir til að rækta
korn, og nokkrar aðrar gagnjurtir“. Innan hinna ein-
stöku flokka hef jeg raðað nöfnunum eptir stafrótsröð,
til þess að ljetta mönnum yfirlitið yfir jurtirnar, þó að
jurtir þær, sem helzt hefðu átt að standa saman, hafi
stundum fyrir það lent sín á hverjum stað.
I.
Tilraunir með trje og runna.
Acer. Mösur (Ahorn).
Acer campestre. Mösurtegundirnar skutu
— obt. neapolitanum. næstum engum frjóöngum