Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 157
157
sál, og gefast ekki upp. Handiðnamenn, búendur,
verkafólk! hefjið óp hver með öðrum svo allt landið
endurkveði: Almenningana handa uppeldinu! Sendið á
þing þá menn, sem fylgja máli þessu með afli, engir
flokkasigrar, engin verkmannafélög, engin samtök geta
eflt yður og hafið, eins og þessi ráðstöfun. Ekkert
nema fullkomnara uppeldi getur upphafið yður til
valda og sannrar vegsemdar. Væri tekjunum af al-
menningunum hyggilega varið mann fram af manni
bæði einstökum mönnum og öllu félaginu til mennt-
unar, mundu þær skapa nýja þjóð, mundu upp-
kveikja í félagslífinu svo mikinn andlegan og siðferð-
islegan hagnað, að hvergi sæust dæmi til í sögum
landa, dugnað, sem mundi vekja virðing og metnað
hjá öllum hinum siðaða heimi. Til að ná þessu mikla
marki skyldu verkmenn allra flokka í öllum sveitum
landsins vera samtaka með þeim guðmóð, er ekki héldi
við. |>eir skyldu halda því fjarri öllum smámunaleg-
um ágreiningi, öllum sveitakryt. feir skyldu ekki þola,
að því yrði blandað saman við ráðabrugg flokkadráttar-
manna. í því eiga þeir og þeirra niðjar óslítandi horn-
staf. Veri þeir trúir sér sjálfum, niðjum sínum og fóst-
urjörð, frelsi og farsæld mannkynsins.
III. Mér dylst ekki, að gjörvöll kenning þessar-
ar minnar ræðu muni mæta mótsögnum. Ekki allfáir
munu segja svo: „fað, sem þú segir oss, lætur vel í
eyrum; en það er ógjörandi, ópraktist; menn, sem
dreymir heima við skrifborð sín, flétta saman fagrar
hugmyndir, en hið virkilega líf, tvístrar þeim eins og
vindur feykir vefi köngurváfunnar. þ>ú vilt gjöra alla
að menntuðum mönnum; en nauðsynin vill, að flestir
menn skuli vinna; og hvort af tvennu er líkara til að
verði ofan á? Of veik sálarviðkvæmni kann að gugna
gagnvart sannleikanum; en hitt er þó satt, að flestir