Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Qupperneq 46
46
gætar tegundir af jurt þessari; en af því að rúm vant-
aði fyrir þær í reit, voru þær gróðursettar á bersvæði
og uxu þær þar mjög vel, blómstruðu, og flækjur uxu
út frá þeim, en engin ber komu á þær. Ætlun mín
var sú, að flytja þær inn i reit um haustið, en það
var því miður eigi gjört, af þvi að tími vannst eigi til
þess, og næsta vor voru þær allar dauðar, nema ein.
Haustið 1885 fjekk jeg 200 afbragðsgóðar jarðberja-
jurtir frá Rothe garðyrkjumanni við Rosenborgarhöll;
en þar eð þær komu hingað með októbermánaðarferð-
inni, gátu þær eigi náð að festa nægar rætur fyrir
veturinn, með því að þá tók að frjósa fám dögum
seinna. Öll aðhlúning með gluggum og yfirbreiðslu
um veturinn var þess vegna ónóg og engin einasta af
jurtum þessum lifði til vorsins. Samt sem áður fýsir
mig að gjöra nýjar tilraunir í þessu efni.
III.
Tilraunir til að rækta blómsturjurtir á íslandi.
Jeg ætla þegar að geta þess, að skýrsla mín um
tilraunir við blómsturjurtaræktun nær eigiútyfir rækt-
un blómsturjurta í gróðrarstíum eða í íbúðarhúsum,
enda þótt talsvert mætti rita um þá grein blómst-
urjurtaræktunarinnar hjer á íslandi, þar eð mikinn
fjölda pottjurta má rækta hjer og þær heppnast einn-
ig í raun og veru eins vel, eða, ef til vill, jafnvel bet-
ur en víða í Danmörku, þar sem blómsturjurtaræktun
í íbúðarhúsum hefur farið nokkuð aptur, síðan það
varð almennt að nota ljósgas í húsum manna.
þ>ær jurtir, sem tiðast eru ræktaðar i íbúðarhús-
um hjer á landi,eru rósir, nellíkur, pelargóníur bæði skar-
latspelargóníur og einnig hinar skrautlegu, blómauðgu
ensku pelargóníur, fúchsíur, amaryllis, leukojur, gull-
inlakk, hortensíur, bergfljettur (hedera helix); á einstöku