Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 78
78
og hjelt þeirri stærð. ]?að má ráða af lýsingunni á
því frá 17. öldinni, að því hefur verið skipt í tvennt:
efra bekk eða skólameistarabekkinn, og neðri bekk. það
var með sillum, bitum, sperrum og langböndum. 1
skólameistarabekknum voru borð og bekkir allt í kring
og skrifborð skólameistara. í neðra bekk var „fanga-
ljettir og ófóðraðir bekkir og skarir allt í kring með
lokatsins skrifborði, hurð á járnum með dröttum og
dyrastöfum“. þessu líkar eru lýsingar á húsinu á 18.
öldinni.
Skólameistarahúsið. það var á 17. öldinni „allt í
þili með 2 stafgólfum, bitum og sperrum og lopti yfir
fremra stafgólfi, bríkum þar undir, borði með stólum
á tröppum, bókahyllum tveim megin, glerglugga á
bjórþili yfir borðinu". J»ar var rúm með bríkum og
skör, borð og bekkur með sessu. Rúmfötin voru:
fiðursæng með vaðmálsveri, rekkjuvoðir, krosssaumsá-
klæði ofið, tvö hægindi með vaðmálsveri.
Heyrarahúsið var fyrst eitt lítið stafgólf, síðan
hálft annað, með bita, sperrum og sillum og reisirapti
í rjáfri, standþil framan undir með hurðu á járnum.
þ>ar var lítið borð og bekkur og rúm. Einn glergluggi
var á húsinu. Rúmfötin: ein grassæng með vaðmáls-
veri, hringofnar smávaðmálsrekkjuvoðir, hægindi með
fiðri og eitt Skaga-brekán.
Skálarnir voru svefnherbergi lærisveinanna í
Hólaskóla. J>ar eru engin húsgögn talin önnur en 9
rúm, flest eða öll með grassængum. Hafa gjarnast tveir
piltar sofið i sama rúmi, því svo er að sjá sem tala
lærisveinanna hafi verið um 20 jafnaðarlegast, stundum
þó færri. Skólaárið 1742—43 voru lærisveinarnir
rjettir 20.
Af ýmsum búshlutum var ótrúlega mikið til á
Hólum og yrði langt að telja það allt upp. Borðbún-
aður og þess háttar var geymt í fatabúri og í því var