Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 106
Sjálfsmenntun.
Fyrirlestur, sem Dr, W, E, Channing hélt í
Boston í Ameríku 1838;
þýtt hefir
Matth. Jochumsson.
Heiðruðu vinir! Nefndsú, sem stjórna á Franklins
fyrirlestrunum, hefur beðið mig að halda inngangsræðu,
áður en þessir fyrirlestrar byrjuðu. t>að, sem helzt knýr
mig til að gjöra það, er hin mikla hluttekning mín í
kjörum þeirra, sem þessir fyrirlestrar eru einkum
helgaðir. Mér hefur skilizt, að þeir menn mundu helzt
hlusta á þá, er af handafla sínum lifa; þegar eg vissi
þetta, þóttist eg ekki framar eiga það frjálst að skor-
ast undan þeirri bón, er eg var beðinn. Með því að
verða við þessari bón vildi eg sýna, að þessi mikli
flokkur meðbræðra minna liggur mér mjög á hjarta.
Eg vildi feginn geta sýnt mína þakklátsemi vi$ þá
menn, er með iðnum sínum og íþróttum veita mér
nálega öll þægindi lífsins. Og enn fremur og enn
heldur vildi eg láta fögnuð minn i ljósi yfir þeirra
kappsmunum og viðleitni að taka sér fram, svo og þá
trú mína, að þeim muni takast það. þ>essar hvatir
munu setja einkenni og blæ á mörg atriði máls mins.