Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Síða 98
þ>á þurfti mikið að leggja til heimilisins, þar sem
svo margt fólk var og þar sem svo mikið gekk upp í
gesti og gangandi. Öllu vinnufólkinu var vegið út.
Karlmönnum var ætlað frá vordögum til haustnótta i
fjórðungur af smjöri til hverra þriggja vikna og 8 pund
af fiski um hverja viku. Frá haustnóttum til sum-
armála voru hverjum vinnumanni ætlaðir alls 20 fjórð-
ungar af fiski og 10 fjórðungar smjörs. Vinnukonun-
um var ætlað um sumartímann 1 fjórðungur af fiski
og 5 pund smjörs til hverra fjögra vikna, en frá haust-
nóttum til fardaga hverri 8 fjórðungar af fiski og 4
fjórð. smjörs. Annað fæði var allt skammtað í hvert
sinn.
Eitt árið er fæði handa þeim þjónandi mönnum
á Hólum, sem út var vegið, reiknað þannig:
1794 fjórðungar af harðfiski,
925 fjórðungar af smjöri,
17 heilar mjöltunnur,
16 hálfar —„—,
46 tunnur af skyri,
42 tunnur sýru,
20 mylkar ær úr skinnum,
6 kýr úr skinnum,
167 Drangeyjarfuglar,
fyrir utan smávegis, svo sem salt og einstöku sinnum
blautan fisk. Allur kostur vinnufólksins um árið er
reiknaður til peninga á 633 rdl. 69 sk.
Sama árið gekk upp handa hinu öðru fólki, svo
sem dómkirkjuprestinum skólameistaranum, heyraran-
um, ráðsmanninum og yfirráðskonunni, o. fl., og handa
gestum:
3 tunnur af mjöli,
132 fjórðungar af söltuðu smjöri,
143 fjórðungar af harðfiski,
44 fjórðungar af saltfiski,