Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 57
57
IV.
Tilraunir til þcss að rækta korn, bógliveiti, Hækju-
grös og nokkrar aðrar gagnjurtir.
Bygg (Hordeum).
Vorið 1883 fjekk Schiibeler, prófessor í Kristíaníu,
mjer góðfúslega í hendur dálítið af byggi frá Alten-
prestakalli, sem mig fýsti að gjöra tilraunir með hjer
á íslandi. Alten-prestakail er, eins og kunnugt er,
nyrzt í Noregi, á 70° n.br.
pessu byggi var sáð 1. dag júnímánaðar 1883 í
mjög góða garðjörð, á þeim stað, er var í mjög góðu
skjóli fyrir vindi; en því miður var hann eigi betur
girtur en svo, að hænsni komust þar inn og átu upp
meiri hlutann af hinu unga korni, meðan það var að
þroskast, svo að jeg get eigi um það sagt, hversu
mikil afurðin mundi hafa getað orðið. Byggið kom
upp 11. dag júnfmánaðar og óx skjótt; hin fyrstu öx
spruttu 21. dag júlímánaðar, og þessi litli akur leit
einkar-vel út upp frá þeim tíma. Hinn 6. dag septem-
berm. var kornið mestmegnis fullvaxta, oghefði því þurft
98 daga frá þvf að til þess var sáð og þangað til var full-
vaxta. Jurtirnar voru þá 26 til 30 þumlungar á hæð. Bygg
þetta var rjett eptir uppskeruna allvænt á vöxt; en við
geymslu urðu kornin smátt og smátt miklu ljettari og
minni. Vorið eptir vóg einn pottur af byggi þessu
24 lóð ; kjarninn var þá harður og hvítur, en mjög lítill.
Vorið 1884 27. dag maímánaðar var því byggi sáð,
sem yrkt hafði verið sumarið 1883 hjer á landi, og
kom það vel upp 5. dag júnímánaðar; það tók að vaxa,
ef til vill enn þá ákafar og öfluglegar heldur en hitt
byggið árinu áður. En hið kalda sumar, sem vjer
fengum árið 1884, með sifelldum rigningum, var illa
falliðgfyrir”allt jurtalíf, og olli því, að að eins nokkur
einstök öx urðu alveg fullvaxta, svo að kalla mátti, að
tilraunin brygðist alveg, að því er gagnið snerti í heild