Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 185
185
Ef taðan er mátulega söltuð á sumrin fyrir kýr,
er það og hæfilegt fyrir kálfa, vetrunga og naut. Saltið
verður þá að því skapi minna, sem gjöfin er minni.
þ>ó er það of mikið salt, ef fita skal naut til slátrunar.
En ögn skal gefa þeim af salti; þau verða lystugri á
að eta, og svo verður kjötið af þeim safameira og
betra.
Hestar, sem brúkaðir eru við stranga vinnu, þurfa
eins gott og mikið fóður og mjólkurkýrin en þeim
má gefa dálítið minna af salti.
Hæfilegt mun vera að gefa 5—6 hrútum, sem
brúkaðir eru um brundtíma, 1—2 lóð af salti á dag.
Og 12—16 kindum fullorðnum 1—2 lóð, og jafnmörgum
lömbum viðlíka mikið. En eigi að gefa kindunum svo,
að þær taki þroska, má saltið vera lítið eitt meira.
En öllum þeim kvikfénaði, sem á að eins að haldast
við, og ekkert að framleiða, verður að gefa lítið salt;
því þá er áríðandi, að efnaskiptin gangi sem seinast í
líkamanum.
Kvikfénaði, sem á að fita, má heldur ekki gefa
mikið salt, svo vatnsnautnin verði ekki of mikil. f>ó
skal gefa ögn af því; bæði er það, að líkaminn þarfn-
ast þess, og fóðrið verður lystugra, svo skepnan etur
meira; en mjög áriðandi er, ef á að fita skepnur, að
þær eti, sem mest svo að þær fitni á sem stytztum tíma,
það er að segja, ef á að slátra þeim. Margir mæla
að sönnu með því, að gefa skepnum, sem eiga að fitna,
töluvert af salti, og gamall svissneskur málsháttur
segir, að 1 pd. salts gefi 10 pd. af feiti. („Ein Pfund
Salz giebt 10 Pfund Schmalz“).
Ymsar aðferðir eru hafðar til að gefa saltið.
Mjög þægilegt er, að salta heyið á sumrum, þannig,
að sá litlu af salti yfir hvert heylag. Og eptir því, sem
áður er sagt, er þá hæfilegt í hverja tuttugu 20- fjórð-
unga hesta af hrútaheyi um 6—12 pd.; og í 20 hesta