Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 108

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 108
108 burði við hið sameiginlega ljós, sem sólin lætur streyma inn i gegnum glugga vor allra, það ljós, sem skrýðir fjöll og dali án greinarmunar með örlátri hendi, og málar himininn gullroða um kvöld og komandi morgna, svo er og varið hinu sameiginlega ljósi skynseminn- ar, samviskunnar og elskunnar; það á meira mæti og tign en hinar sjaldgæfu gáfur, sem gjöra fáeina fræga. Látum oss eigi gjöra lítið úr sameiginlegu manneðli. Enginn hugur megnar að mæla þess mikilleik. fað er ímynd guðs, jafnvel ímynd hans óendanlegleika, því engin takmörk verða sett þess vexti og framförum. Sá sem gæddur er sálarinnar guðdómsgáfum, hann er háleit og mikil vera, við hver kjör sem hann býr. Klæðið hann dulum, lokið hann inn í myrkvastofu, fjötrið hann við þrælavinnu: hann er mikill eptir sem áður. Lokið hann út úr húsum yðar; guð lýkur upp fyrir honum himneskum vistarverum. Hann lætur að vísu lítið á sér bera á strætum skrautlegrar borgar; en glögg hugsun, hrein tilfinning, einbeitt framkvæmd dáðríks vilja, þetta felur í sér allan annan og miklu meiri verðleik en hallir úr tígulsteini eða blágrýti, prýddar gipsmyndum, hversu vel sem þessu er fyrir komið og hversu stórkostlegt sem það kann að vera. En hér með er ekki allt búið. Ef vér hlaupum yfir þennan sameiginlega mikilleik manneðlisins og snúum huganum að mikilleik einstakra manna í samanburði við aðra, þeim mikilleik, sem mesta eptirtekt vekur og fó'ginn er í eindregnum yfirburðum einstakra manna yfir hversdagslegt stig mannlegra gáfna og siðprýði, þá vex þetta ágæti eins opt og frjálslega upp á ókunnum og afskekktum stöðvum lífsins eins og á þess björtu þjóðbrautum. Hin sönnu mikilmenni má hvervetna finna og það er ei unnt að segja, í hvaða stétt þeir flestir fæðast. Sönn mikilmennska á ekkert skylt við stöðu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.