Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Page 108
108
burði við hið sameiginlega ljós, sem sólin lætur streyma
inn i gegnum glugga vor allra, það ljós, sem skrýðir
fjöll og dali án greinarmunar með örlátri hendi, og
málar himininn gullroða um kvöld og komandi morgna,
svo er og varið hinu sameiginlega ljósi skynseminn-
ar, samviskunnar og elskunnar; það á meira mæti og
tign en hinar sjaldgæfu gáfur, sem gjöra fáeina fræga.
Látum oss eigi gjöra lítið úr sameiginlegu manneðli.
Enginn hugur megnar að mæla þess mikilleik. fað
er ímynd guðs, jafnvel ímynd hans óendanlegleika,
því engin takmörk verða sett þess vexti og framförum.
Sá sem gæddur er sálarinnar guðdómsgáfum, hann er
háleit og mikil vera, við hver kjör sem hann býr.
Klæðið hann dulum, lokið hann inn í myrkvastofu,
fjötrið hann við þrælavinnu: hann er mikill eptir sem
áður. Lokið hann út úr húsum yðar; guð lýkur upp
fyrir honum himneskum vistarverum. Hann lætur að
vísu lítið á sér bera á strætum skrautlegrar borgar;
en glögg hugsun, hrein tilfinning, einbeitt framkvæmd
dáðríks vilja, þetta felur í sér allan annan og miklu
meiri verðleik en hallir úr tígulsteini eða blágrýti,
prýddar gipsmyndum, hversu vel sem þessu er fyrir
komið og hversu stórkostlegt sem það kann að vera.
En hér með er ekki allt búið. Ef vér hlaupum yfir
þennan sameiginlega mikilleik manneðlisins og snúum
huganum að mikilleik einstakra manna í samanburði
við aðra, þeim mikilleik, sem mesta eptirtekt vekur
og fó'ginn er í eindregnum yfirburðum einstakra
manna yfir hversdagslegt stig mannlegra gáfna og
siðprýði, þá vex þetta ágæti eins opt og frjálslega upp
á ókunnum og afskekktum stöðvum lífsins eins og á
þess björtu þjóðbrautum.
Hin sönnu mikilmenni má hvervetna finna og
það er ei unnt að segja, í hvaða stétt þeir flestir fæðast.
Sönn mikilmennska á ekkert skylt við stöðu