Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 110
110
sjálfstillátssemi, hinar sárustu fórnir sakir skyldunnar,
fórnir hjartgróinnar tryggðar og viðkvæmustu vona,
huggun, von, gleði og friður blekktrar, hrakinnar
hæddrar og yfirgefinnar manndyggðar — þessir kostir
sjást ekki, svo að hinn sanni mikilleiki lífsins er ná-
lega alveg ósýnilegur. Vel má vera, að rétt hjá oss
sé háð hið mesta afreksverk á þessari jörð í brjósti
einhvers hógværs manns, að þar lifi hinn háleitasti á-
setningur, hin veglyndasta fórn sé þar framborin, án
þess vér höfum minnsta grun um það. Eg trúi því, að
þessi mikilmennska sé almennust meðal fjöldans, þótt
enginn heyri nafnanna getið. Meðal almúgans finnast
fleiri mannraunir, sem bornar eru drengilega, meiri
fölskvalaus hreinskilni, meira guðrækilegt traust, meira
af því veglyndi, sem gefur öðrum það, sem gjafarinn
þarfnast sjálfur, og meira af réttum skilningi á lífi og
dauða, en finna má á meðal hinna sem betur eru
staddir, — og jafnvel í því að hafamikil áhrif á aðra,
sem ætlað er, að sé aðal-forréttur frábærra manna,
hygg eg að mismunur æðri og lægri sé ekki mikill.
Áhrif manns á aðra á ekki að meta eptir því til hve
margra þau ná, heldur eptir því hvers eðlis þau eru.
Maðurinn getur útbreitt um allar áttir mannvit sitt og
meiningar, en sé andi hans lágrar tegundar, birtir
hann engan mikilleik. Slæmur málari getur fyllt upp
heila borg með íburðarmyndum og aflað sér orðstírs
með tómri sundurgerð, en sannur andans maður, sem
lætur eptir sig eina einustu ágætismynd, sem ódauð-
leg fegurð er skrifuð á og útbreiðir í kyrþey sannan
listasmekk, hann hefur mun meiri áhrif á aðra
menn.
Æztu áhrifin eru nú áhrif á hugarfarið, og sá
sem þeim veldur, vinnur stórvirki, hversu þröngt og
lítilmótlegt sem verksvið hans er. Foreldrar af lágum
stigum, sem í sínum afskekkta kotbæ vekja í sálu eins