Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Qupperneq 174
174
einast hann loptefnum og jarðefnum og leysist upp í
vattii, en þá sprettur grasið upp. Efni áburðarins eru
þá komin í þá mynd, að skepnurnar geta nærzt á
þeim, en svo þurfa efnin að breytast við meltinguna f
önnur, til þess að geta farið út f líkamann; en svo
breytast þau aptur í kjöt, feiti, bein, skinn, hár o. s.
frv. Vér skulum þá taka fyrir organisku efnin, og
verða þá fyrst fyrir oss holdgjafaefnin (eggjahvítuefni,
límefni og hornvefur), en svo nefnast þau, af því að í
þeim eru um 16% af holdgjafa (nitrogenium). Eggja-
hvítuefnin eru í blóðinu og öllum vökvum líkamans,
og í vökvum taugakerfisins og í kjötinu. Límefni eru
i beinum, brjóski, sinum, böndum, skinni og bandvef.
Hornvefur er í yfirhúð, hárum, klaufum, hófum og
hornum, o. s. frv. Af holdgjafalausum efnum er eink-
um feiti; en fyrir utan þá feiti, sem er í mör og kjöti,
er einnig feiti í taugakerfinu, beinum og lítið eitt í
blóðinu (0,1—0,3%) o. s. frv. þ>ó eru holdgjafaefni í
hinni þunnu himnu, sem liggur utan um feitis ellurnar.
Fyrir utan feitina er einnig mjög lítið af öðrum hold-
gjafalausum efnum, svo sem sykri, mjólkursýru og
efni, sem að eins finnst í kjöti, og nefnist „inosit“
o. s. frv.
Af hinum óorganisku efnum má fyrst nefna vatn-
ið, því af engu efni er jafn mikið í líkamanum, sem
af því. þar að auki eru og nokkur steinefni, það er
að segja þau efni, sem verða eptir sem aska, þeg-
ar vér brennum einhverju. Af þessum steinefnum
eru % hlutar fosforsýra og kalk. í þurkuðum og
feitilausum beinum af gömlum skepnum eru um 65%
af þessum tveimur efnum. En % hluti þessara stein-
efna er kali, natron, klór, magnesía, brennisteinn, kol-
sýra og mjög lítið af kfsilsýru, járni og flúor. jpessu
til skýringar skulum vér athuga eptirfylgjandi skýrslu.