Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Side 31
31
er nú skal greina, til þess að sá til frándheims-kál-
rabís og gróðursetja það á sama tíma og á sama stað.
í miðjum aprilmánuði sáði jeg frándheims-kálrabí í
vermireit, og undir lok maímánaðar voru þessar ungn
jurtir orðnar hæfar til þess að gróðursetjast. 22. dag
maímánaðar voru þær gróðursettar — hjer um bil fjórði
hlutinn af rótinni var skorinn af — í nýpældri jörð í
beði, og sama dag var J>rándheimskálrabí sáð í
hinn endann á beðinu. Árangurinn af tilraun þessari
hefur verið sá, að þær jurtirnar, er gróðursettar voru,
spruttu langtum betur en þær, sem sáð var til. Rótin
á þeim jurtum, er gróðursettar voru, varð hjer um bil
16" að ummáli, en rótin á þeim, er sáð var til, varð
tæplega 7" að ummáli, — á þessu kalda sumri, er kálrabí
misheppnaðizt mjög víða hjer á landi. Sú aðferð, að
sá í vermireit og gróðursetja svo seinna þessar jurtir,
um þær mundir, er menn sá endrarnær, hygg jeg hafi
marga kosti fram yfir hina, að sá til jurtanna á staðn-
um, sem þær eiga að vaxa á, og þannig má lengja sum-
arið að kalla má um einn mánuð eða meira. Hinum
gróðursettu jurtum veitir hægra að yfirbuga illgresið
heldur er þeim, sem sáð er til, og í þriðja lagi kemst
maður hjá þvi, að losa um rætur hinna ungu jurta,
sem er skaðlegt, en getur auðveldlega borið að hendi,
er menn ætla að raða gisnara þeim jurtum, er standa
þjett. f>að væri æskilegt, að gerðar væru sem víðast á
landinu, t. d. við skólana, tilraunir með kálrabí- og rót-
ávaxtaræktun eptir þessari aðferð, með því að vel al-
menn ræktun jurta þessara mun geta orðið þýðingar-
mikil fyrir búnaðarhagi landsins í heild sinni.
Brassica campestris Rapa. Næpur, hvitráfur, maírófur.
Næpur þrifast mjög vel á
voru landi; er til þeirra var
sáð 2. dag júnímánaðar, mátti