Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1886, Blaðsíða 168
168
arskipti vorra daga eru fólgin í upprisu alþýðunnar
frá dýrslegri niðurlægingu, í dagvaxandi þekkingu
hennar á réttindum sínum, í meiri og meiri útbreiðslu
menntunar og farsældarmeðala, í uppkomu þess valds
í ríkjunum, sem heitir alþýðuvald. Og þess er vert
að minnast, að þessi siðabót er að miklu leyti að
þakka trúarbrögðunum; í höndum kænna og drottn-
unargjarnra manna höfðu þau dregið alþýðuna í dupt-
ið, en í tímans fyllingu tóku þau að fullkomna frelsis-
verk sinnar köllunar. þ>að var trúin, sem kenndi mönn-
um að þekkja skyldleika sinn við guð og vakti með
því meðvitund þeirra um hvers einstaks manns gildi
og ágæti. f>að var baráttan fyrir réttindum trúarinn-
ar, sem opnaði augu manna fyrir öllum þeirra réttind-
um. f>að var vörnin gegn trúarharðstjórninni, sem
kenndi mönnum að veita viðnám veraldlegri kúgun.
f>að voru ræðudeiiur um trúarefni, sem vöktu huga
allra stétta til frjálsrar og öflugrar umhugsunar. f>að
var trúin, sem vopnaði píslarvottinn og föðurlandsvin-
inn á Englandi gegn sjálfræðisdrottnaninni, sem efldi
hugrekki feðra vorra gegn þrautum og háska hafs og
firninda og sendi þá hingað til að grundvalla hið
frjálsasta og jafnréttismesta ríki heimsins.
Látum oss þá lofa guð fyrir það, sem áunnið er;
en ætlum ekki, að allt sé þegar unnið. Látum alþýðu
manna skilja, að hún hefur að eins nýbyrjað skeiðið.
Hversu mikið á hún ógjört? Hvílíkur fjarski vanþekk-
ingar, óhófs, harðúðar og holdlegleika drottnar enn
þá í þjóðfélagi voru! Hvílíkir andans fjársjóðir fara
forgörðum og glatast! f>egar vér minnumst þess, að
hvert einasta heimili mætti upplífga og endurfæða
með uppfræðslu, óeigingirni og háttprýði, og gætum
því næst hins, á hve mörgum heimilum hinir æðri
hæfilegleikar og kostir mannseðlisins liggja niður-
grafnir eins og í dauðra gröfum — hvílíkt myrkur