Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 1
Heimullegar kosningar
Eftir
Alpingismann.
Kosningar til fulltrúaþinga munu upphaflega hafa
farið svo fram víðast hvar, ef eigi alstaðar, að kjósandi
hver hefir greitt atkvæði sitt munnlega. Þessari aðferð
er enn beitt hjá oss við kosningar til alþingis, og var
fram að síðasta fjórðungi 19. aldar beitt i flestöllum
löndurn; en þar sem kosningar vóru skriflegar, vóru þær
þó eigi heimullegar. Það lá í hlutarins eðli, að með
þessu rnóti var auðvelt að vita, hvernig hver maður
greiddi atkvæði. En þar sem kosningar eru sóttar af
miklu kappi (og það verða þær alstaðar, þegar sterk á-
hugamál skifta þjóðinni í flokka), þá verður jafnan sú
reyndin á, að ýmsir menn reyna að hafa áhrif á atkvæði
kjósenda á fleiri vega en þann eina leyfiJega, að sann-
færa þá með skynsamlegum rökum. Og öllu skipulagi
mannlegs félags er svo háttað, að ýmsir eiga yfir öðrum
að segja, eða aðrir eru á ýmsan hátt upp á þá komnir,
eða eiga meira eða minna undir þeim; en það er auð-
sætt, að af þessu geta leitt, og hljóta jafnvel að leiða,
ýmisleg áhrif á kjósendur, sem alls ekki eru siðferðis-
lega rettmæt. Þá er og hinu ráð fyrir að gera, sem
reynslan hefir sýnt að kemur fyrir í öllum löndum, að
jafnvel beinum fémútum má beita til að afla sér at-
1