Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 2
2
kvæða. Jafnvel í löggjöf vorri er ráð fyrir þessu gert,
og fyrir því hegning við lögð, en eins og gefur að skilja,
hafa slík hegningarákvæði í allra landa lögum reynst
næsta þýðingarlítil, því að oftast er auðið að fara svo í
kring um lögin, að eigi verði vitnum við komið. I öllum
löndum varð því raunin sú, þegar stundir liðu fram, að
kvartanir um ótilhlýðileg og ólögleg áhrif á kjósendur
fóru að gerast háværari, og af því hefir það leitt, að ýms-
ar þjóðir hafa á síðasta aldarfjórðungi farið að breyta
kosningarlögunum á þann hátt, að gera atkvæðagreiðsl-
una heimuliega, svo að þeir, sem ólögmæt áhrif vildu
hafa á kjósendur, gætu með engu móti fengið vitneskju
um, hvernig hver kjósandi hefði greitt atkvæði.
Það virðist nú liggja í augum uppi, að þegar kjós-
andinn þarf engum reikningsskap að gera fyrir atkvæða-
greiðslu sinni nema guði sínum og samvizku sinni, þá
hverfi frá honum hvatirnar til að greiða atkvæði öðru-
vís en eftir sannfæringu sinni. Og hitt er líka auðsætt,
að fáir munu kasta fé sínu á glæ til að kaupa atkvæði,
sem þeir hafa engan veg til að sjá eftir á, hvort þeir
nokkru sinni hafa fengið eða ekki.
Ekki er mér það að vísu ókunnugt, að jafnvitur maður
eins og John Stuart Miil varði hina munnlegu atkvæða-
greiðslu; fann hann það einkum til, að það hlyti að miða
til að styrkja siðferðisþrek kjósenda, að venja þá við að
standa opinberlega við skoðun sína með atkvæðagreiðslu
sinni. En það var hvorttveggja, að hann varð mjög einn
á bandi með þessa skoðun sína, enda munu nú flestir
játa, að honum hafi oftast nær tekist betur en í þetta
sinn að færa rök fyrir málstað sínum. Reynslan, sem er
allra votta ólygnust, hefir fyrir löngu sýnt það, að hin
opinbera atkvæðagreiðsla hefir einmitt veikt en ekki styrkt
siðíerðistilfinninguna. Enda gefur það að skilja, að það
eflir ekki siðferðistilfinningu nokkurs manns eða virð-