Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 3
ing hans fyrir sjálfum sér, að láta ef til vill aftur og aft-
ur kúga sig til að greiða atkvæði þvert í gegn sannfær-
ingu sinni. En freistingin til þess getur oft orðið ó-
þægilega sterk, þar sem sá á í hlut, sem sakir þröngs
efnahags, atvinnu sinnar eða annara atvika ámóta þýð-
ingarmikilla fyrir hann og hans getur átt meiri eða
minni hagsmuni, atvinnu sina eða velferð í veði. Og
þessar ástæður verða því þýðingarmeiri sem kosningar-
rétturinn er rýmri, og einnig því þýðingarmeiri sem
efnahagur kjósenda yfirleitt er smæri og efnalegt sjálf-
stæði þeirra á veikara fæti.
Sem betur fer, hefir til þessa tiltölulega lítið borið á
hneykslanlegum eða ólögmætum áhrifum á kjósendur hér
á landi. Þó mun ekki hafa verið liðið meira en eitt
kjörtimabil eftir að löggjafarþing vort komst á, áður en
bóla fór nokkuð á þessu, þótt í smáum stíl væri, á
móts við það sem komið hefir fyrir í öðrum löndum.
Ekki verður heldur með sönnu sagt, að þetta hafi farið
stórkostlega í vöxt síðan hér, og allra sízt að sagt verði,
að það hafi fremur komið fram af eins flokks hendi en
annars, að svo miklu leyti sem um flokkaskifting hefir
verið að ræða hjá þjóð vorri.
En einmitt þetta virðist vera sterk ástæða fyrir því,
að nú sé réttur og hentugur tími til að fá þeirri réttar-
bót á komið, sem fólgin er í heimullegum kosningum,
því að meðan svo stendur, sem nú er, ætti að mega búast
við eindregnu fylgi allra skynsamra og samvizkusamra
manna með þessari réttarbót. Síðar, þegar spillingin er
farin að færast í vöxt, verður auðvitað miklu örðugra að
fá réttarbót þessari framgengt. Þá verður ekki auðið að
hreyfa henni án þess að koma við. mörg sár kaun, en
slíkt veldur æfinlega flokkadrætti og mótspyrnu. Enn sem
komið er mun naumast nokkrum manni viðkvæmt, að
1*