Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 5
5
um eins og þessari, sem á má koma með einföldu
lagaboði.
Þá set ég hér á eftir frumvarp það, sem ég hefi í
hyggju að bera fram á næsta þingi. Frumvarpinu læt
eg fylgja nokkrar athugasemdir við einstakar greinar;
auðvitað hefði mátt hafa þær fleiri, en bæði hefði það
orðið nokkuð langt mál, og svo þótti mega treysta því,
að þegar menn hafa lesið fyrst frumvarpið alt, og reynt
að gera sér Ijósa alla stefnu þess, þá muni mönnum
verða skiljanlegri við annan yfirlestur ástæðurnar fyrir
hverri einstakri ákvörðun frumvarpsins og samband þeirra
hverrar við aðra verða ljósara.
Frumvarp
til laga um breyting á lögum um kosningar til al-
þingis 14. Sept. 1877, 7—40 gr.
I. kafli. -
Kjðrstjórnir.
1. gr.
2. Janúar ár hvert skal landshöfðinginn yfir íslandi skipa
3 valinkunna menti í Keykjavík í yfirkjörstjórn, en það mega
að eins vera þeir menn, sem 1/sa yfir þv/, að þeir taki eigi
við kosningu á því ári. Þeir skulu rita uudir eiðstaf og af-
henda landshöfðingja þess efnis, að þeir skuli vinna verk sitt
svo sem þeir vita réttvíslegast og helzt að lögum. Yfirkjör-
stjórar kjósa sér sjálfir oddvita úr sínum flokki. Störf yfir-
kjörstjórnarinnar eru þau sem lög þessi ákveða, eða henni
kunna að verða á herðar lögð að lögum.
Svo skal landshöfðingi og tilnefna 2 varamenn í yfirkjör-
stjórn, fyrsta og annan varamann.
Nú deyr eða sýkist einhver úr kjörstjórninni, eða for-
fallast á annan hátt, þá kemur næsti varamaður í bans stað.
Skyldi svo til bera, að yfirkjörstjórn yrði eigi fullskipuð fyr-
ir einhverja sök engu að síður, þá tilnefnir landshöfðingi