Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Blaðsíða 8
8
sinn með næstu póstferð. En sjálfar kjörskrárnar ásamt
kærum, svörum og úrskurðum sínum sendir hann með fyrstu
póstferð yfirkjörstjórninni í Reykjavík (sbr. 10. gr.).
10. gr.
Nú unir einhver sá, er í hlut á, eigi úrskurði s/slu-
manns eða bæjarfógeta, og getur hann þá með fyrstu póst-
ferð eftir að hann fekk úrskurðinn sent yfizkjörstjórninni í
Reykjavík tilkynningu um, að hann áfrýi úrskurðinum til
landsyfirréttarins, en yfirkjörstjórnin skal senda yfirréttinum
kærur þær, er þannig er áfrýjað, ásamt þeim gögnum er fylgja.
Fyrsta virkan dag í Aprílmánuði kemur landsyfirrétturinn
saman, og úrskurðar kærur þær sem yfirkjörstjóruin hefir
sent honum, og er það fullnaðarúrskurður; sendir hann úr-
skurðina þegar til yfirkjörstjórnar.
Nú er kjörskrá ókomin þann dag úr einum hrepp eða
fleirum, og skal þá landsyfirréttur síðar saman koma á ný,
ef á þarf að halda, er yfirkjörstjórn gerir honum aðvart urn
að kjörskrárnar séu komnar, en það skal hún gera í hvert
skifti, er ný kjörskrá kemur henni í hendur síðar, ef nokk-
rar kærur eru henni samfara.
III. kafii.
Undirbúningur af kjörstjórnar hendi.
11. gr.
Undir eins og yfirkjörstjórn hefir fengið úrskurð lands-
yfirréttarins, skal hún annast um að prentuð verði kjörskrá
hvers hrepps með þeim leiðróttingum, sem á eru orðnar við
úrskurði, og skal hún sjá um, að prentun só svo tímanlega
lokið, að senda megi út kjörskrárnar með fyrstu póstferð í
Maímánuði. Af hverri kjörskrá skulu lögð upp helmingi fleiri
eintök en kjósendur eru í hrepp eða kaupstað og 50 eintök
að auki.
Hverri kjörstjórn skal senda jafnmörg eintök og kjós-
endur eru í hennar umdæmi, en helming þeirra 50 eintaka
skal skift svo jafnt sem verður á milli þingmannaefnanna>
sem bjóða sig fram við næstu kosningu í því kjördæmi.