Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 9
9
Hinn helmingur upplagsins skal vera til afnota á sama hátt, ef
aukakosning skyldi koma fyrir, áður en nýjar kjörskrár eru
serðar.
12. gr.
Þá er útrunninn er frestur sá, er settur er fyrir framboS-
um þingmannaefna (16. gr.), skal yfirkjörstjórnin tafarlaust láta
prenta kjörseSla fyrir hvert kjördœmi landsins, þar sem kosn-
iug á fram aS fara. En hafi eigi fleiri boSiS sig fram til
kosningar í kjördæmi, heldur en kjósa skal, þarf þar engin
kosning fram að fara, heldur lysiv kjörstjórnin frambjóðand-
andann eSa frambjóðendurna kosinn eða kosna í einu hljóði.
Kjörseðlar skulu allir prentaðir vera á pappír, sem prent eða
skrift sést ekki í gegnum þegar seðillinn hvolfir, svo að letriS
snvr frá auganu; þeir skulu svo skornir, að allir séu nákvæm-
lega jafnstórir og eins í lagi og allir með sama lit.
A hvern seðil skal prenta með skýru og sæmilega stóru
letri nöfn allra frambjóðenda í því kjördæmi og skulu þau
standa í stafrófsröð.
Eigi tveir eða fleiri frambjóðendur að öllu samnefnt,
hvort heldur þeir eru frambjóöendur í sama kjördæmi eða ekki,
skal einkenna þá til aðgreiningar með heimilisnafni eðastöðu,
fullu letri eða skammstafað.
Hvert frambjóðanda nafn skal vera sér í línu og ríflegt
millibil milli lína. Góð spássía skal vera framan við nöfnin
og á spássíunni beint fram undan nafni bvers frambjóðauda
skal vera feitur hringur prentaöur, sem ekki sé minni að
þvermáli að innan en x/4 úr dönskum þumlungi og umgjörð
hringsins eigi minni en x/12 þumlungs á þykt. Skal kjörseð-
ill vera svipaður þessu:
o Jón Jónssoti, Hóli
o o Jón Jónsson úrsmiður
Kristján Björnsson cand. phil.