Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 12
12 »
V. kafli.
Kjördagur.
18. gr.
Kjördagur skal vera sami um alt land, 4. Sunnudagur í
júlímánuði, þá er almennar reglulegar kosningar fara fram;
þann dag skal engin opinber guðsþjónusta haldin.
VI. kafli.
Kjörstaður, kjörherbergi, atkvæðakassi.
19. gr.
KjörstaSur í hverjum hrepp skal vera þingstaöur hrepps-
ins. Ef húsbruni eða önnur slík atvik, eða óhentug herbergi
á þingstaðnum, gera það mjög torvelt eða ómögulegt að
halda þar kjörfund, er kjörstjórninni heimilt að ákveða ann-
an kjörstað, þar sem fá má viðunandi herbergi, og só sá
staður svo nálægt þingstaðnum, sem vel má við koma. Só
kjörþing haldið annarstaðar en á þingstað hreppsins, skal
undirkjörstjórnin auglýsa það á kirkjufundum í hreppnum og
með auglysingu á kirkjudyrum og i þinghúsi hreppsins tæk-
um tíma á undan kjörfundi.
Bæjarstjórnir hafa heimild til að skifta kaupstað f
2 eða fleiri kjördeildir ef heuni þykir þess þörf, en sjá skal
hún fyrir hæfilegu húsnæði til kosninga i hverri kjördeild.
Kjördeildum skulu gefin tölunöfn (1., 2. kjördeild o. s. frv.).
Ef bæjarstjórnin skiftir kaupstaðnum í kjördeildir, eða breyt-
ir þeirri skifting, skal hún tafarlaust tilkynna það yfirkjör-
stjórn.
20. gr.
I herbergi því, sem kosningin fer fram, skal vera af-
klefi aða annað herbergi inn af því, svo lagað, að eigi verði
l kiefann eða herbergið gengið nema úr kjörherberginu. Sé
ekki á slíku völ, má tjalda eitt horn herbergisins, svo að
eigi verði inn þangað séð úr kjörherberginu.
Fyrir glugga eða gluggum, er vera kynnu á herberginu
eða klefanum eða hinu tjaldaða horui, skal festa tjald, svo að
eigi verði inn þangað sóð að utan og skal tjaldið ná svo
langt út fyrir gluggann, að eigi sé auðið að stinga kjörseðli