Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Síða 13
út að glugganum svo að hann sjáist að utan. Tjald þetta
nkal á hæfilega mörgum stöðum fest niður á jöðrum með
innsiglum kjörstjórnarmanna eða innsigli kjörstjórnar. í
herberginu eða klefanum skal vera lítið borð, sem skrifa má
við.
21. gr.
Hver undirkjörstjórn skal gjöra láta atkvæðakassa, ekki
minni en Ya al‘n að lengd, 8 þumlunga á breidd og 6 þuml-
unga á hæð, með loki á hjörum og læsingu fyrir. Á miðju
loki skal vera rifa langs eftir lokinu, sem só 6 þumlunga
löng, J/4 þumlungs víð að ofan, en víðari að neðan.
VII. kafli.
Kosningarathöfnin.
22. gr.
Á hádegi skal kjörfund setja, og skulu þá mættir á kjör-
stað allir undirkjörstjórarnir; séu eigi allir mættir, kveðja þeir
sem við eru úr kjörstjórninni valinkunnan mann eða menn
af kjósendum til að taka sæti í kjörstjórninni, og halda þeir
sæti sínu þótt hinir komi síðar að.
23. gr.
Á meðan á kosningarathöfninni stendur, má aldrei nema
einn úr kjörstjórniuni ganga út í senn; felur hann öðrum úr
kiörstjórninni verk sitt á meðan.
24. gr,
Kjörstjórnin skal sitja við borð í kjörherberginu; auk
kjörstjórnarinnar má enginn inni vera í kjörherberginu nema
einn kjósandi í senn og einn umboðsmaður eða tveir af
hendi hvers frambjóðanda (sbr. 17. gr.).
25. g'r.
Athöfnin byrjar þá með því, að oddv:ti leggur fram
seðlaböggul þann, sem hann hefir fengið frá yfirkjörstjórninni,
og skulu allir sem við eru gæta þess vel, hvort innsiglin
eru heil, eða böggullinn ber þess merki, að hann hafi verið
opnaður, skal þessa getið í kjörbókinni og riti kjörstjórn og
umboðsmenn undir. Því næst opnar oddviti böggulinn,
telur seðlana, en meðkjörstjórar og umboðsmenn telja líka;