Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Side 15
*5
ur sjálfur seðlinum í kjörkassann gegn um rifuna á lokinu
og gætir þess að enginn sjá, hvað á seðlinum er.
29. gr.
Meðkjörstjórarnir í hverri kjörstjórn skulu hafa fyrir sér
sína kjörskrána hvor og gera merki við nafn hvers kjós-
anda, um leið og hann hefir neytt kosningarréttar síns.
30. gr.
Aður en fyrsti kjósandi lætur seðil í kassann, skal kjör-
stjórnin og umboðsmenn gæta þess, að kassinn sé tómur.
31. gr.
Láti kjósandi sjá, hvað á seðli hans er, er seðill hans ó-
gildur, og hefir hann þá fyrirgert kosningarrétti sínum í
það skifti.
32. gr.
Engin merki má á seðilinn gera önnur en krossinn í
hringnum, hvorki rispu né blýjantsstryk eða önnur slík ein-
kenni, er gert geti seðilinn þekkjanlegan frá hinum seðl-
unum. Finnist slíkt merki á seðli við atkvæðatöluna á eftir,
er slíkur seðill talinn ógildur.
33. gr.
Nú setur kiósandi skakt kjörmerki á seðil, eða seðill
merkist hjá honum af vangá, þá má hann fá nýjan seðil,
ef hann skilar kjörstjórninni hinum fyrra og greiðir þá at-
kvæði á síðara seðilinn.
Þá er kjósandi hefir lagt seðilinn í kjörkassann, fer
hann út, en næsti kjósandi kemur inn, og svo koll af kolli
unz atkvæðagreiðslu er lokið. En við og við skal kjörstjórnin-
hrista vel atkvæðakassann.
34. gr.
Atkvæðagreiðslu má ekki slíta meðan kjósendur gefa sig
fram án þess hlé verði á; þá er ekki gefa sig fram fleiri
skal enn bíða klukkustund og taka við atkvæðum þeirra
kjósenda, er á þeim tíma gefa sig fram. Þó má eigi slíta
atkvæðagreiðslu að þeirri l/2 klukkustund liðinni, meðan kjós-
endur gefa sig fram, án þess að hlé verði á, og aldrei má
atkvæðagreiðslu slíta, fyr en 3 klukkustundir eru liðnar frá
því að byrjað var að taka við atkvæðum.