Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 17
17
38. gr.
Þá er kosningarathöfninni er lokið og alt bókað í kjör-
bókina, skulu kjörstjórarnir og umboðsmenn rita undir hana.
Neiti kjörstjórnin að bóka eitthvað fyrir umboðsraann á
hverju stigi sem er, á hann rótt á að bóka það sjálfur og
skrifi hann nafn sitt þar undir.
39. gr.
Þegar öll umslögin með kjörseðlunum eru lokuð, skal
kjörstjórnin leggja öll umslögin ásamt eftirriti af kjör-
bók, staðfestu af henni og umboðsmönnum, og undirrituð-
um eiðstaf kjörstjórnarinnar í aðalumslagið, og setja embætt-
isinnsigli sitt fyrir. Svo á og einn umboðsmaður hvers kjós-
anda rétt á að setja fyrir umslagið innsigli sitt á lakki á
þann hátt, að umslagið verði eigi opnað án þess innsiglið
raskist.
Síðan skal senda áreiðanlegan mann með bréfið á næstu
póststöð, og skal það afhenda þar til póstflutnings sem á-
byrgðarbréf, og viðurkenning tekin fyrir. Skal kjörstjórn
vandlega geyma hana, ef hún vill ábyrgðarlaus vera.
VIII. kafli.
Kosningarúrslit.
40. gr.
í hvert sinn er yfirkjörstjórn berast í hendur kjörseðlar
frá öllum kjörstöðum eins eða fleiri kjördæma, skal hún
næsta dag koma saman til að telja atkvæðin á rúmgóðum og
hentugum stað, sem áður hefir verið auglýstur í blaði þv/,
er flytur stjórnarvaldaaugl/singar. Klukkustund áður en at-
höfnin byrjar, skal hún hafa boðuð verið með trumbuslætti
um allan bæinn.
41. gr.
Hvert þingmannsefni hefir rótt á að hafa tvo fulltrúa
viðstadda, meðan atkvæði eru talin upp úr því kjördæmi, er
hann bauð sig fram í, sé hann eigi sjálfur viðstaddur. A8
öðru leyti skal athöfn þessi fram fara fyrir opnum dyrum,
2