Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1901, Page 22
22
og gera nauðsynlegar ráðstafanir, ef þær eru ókomnar frá
hreppsnefndum.
57. gr.
Vanræki nokkur þau störf, sem honum eru á hendur
falin með lögum þessum, sæti hann 10—200 kr. sektum, ef
eigi liggur þyngri hegning við að lögum.
58. gr.
Beiti kjörstjórn beru ofríki í embættisathöfn sinni, skoði
seðil hjá kjósanda, áður en hann leggur hann í atkvæða-
kassann, eða beiti annari þvílíkri frekri rangsleitni, varðar
það fangelsi frá 6—-12 mánuðum, eða betrunarhásvinnu frá
3 mán. til 2 ára. Samkynja eða áþekt brot varða yfirkjör-
stjórnina sömu refsingum tiltölulega.
59. gr.
Hver sem byr til kjörseðla, sem líkjast kjörseðlum þeim,
er yfirkjörstjórnin lætur til búa, svo að á só hægt að vill-
ast, og hagnytir þá sjálfur, eða lætur frá sér, svo að aðrir
geti hagnytt seðlana lögum gagnstætt, sæti betrunarhús-
vinnu eigi skemur en eitt ár.
XIII. kafli.
Laun alþingismanna o. fl.
60. gr.
Alþingismenn fá í endurgjald 6 krónur hvern dag, bæði
fyrir þann tíma, sem þeir þurfa til ferðarinnar til alþingis
og frá því, og fyrir þann tíma, sem þeir eru á alþingi;
sömuleiðis fá þeir endurgoldinn ferðakostnað eftir reikningi,
sem nefnd kosin af sameinuðu alþingi úrskurðar og forseti í
hlutaðeigandi þingdeild ávísar.
61. gr.
Með lögum þe88um er 7.—40. grein í lögum 14. sept.
1877 um kosningarrétt til alþingis úr lögum numin og aðr-
ar ákvarðanir, sem koma í bág við þessi lög.